Fær nýr jeppi Skoda nafnið Kodiak? Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 12:15 Svona gæti nýi jeppi Skoda litið út. Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent