Svört og rauð útgáfa Ford Focus Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 12:30 Ford Focus í rauðu útgáfunni. Mest seldi bíll heims, Ford Focus, er til í mörgum útgáfum með mörgum vélarkostum en Ford hefur ákveðið að bæta tveimur útgáfum við sem kallaðar verða svarta og rauða útgáfan. Þær verða sportlegri en hefðbundinn Focus, með stífari fjöðrun, svörtu grilli, rauðum pústurrörum og á svörtum 18 tommu felgum. Auk þess er í þeim báðum leðurklætt stýri, ryðsfrítt stál í pedulum og stöguð sæti með rauðum þræði. Í svörtu útgáfunni, sem er að sjálfsögðu með aðallitinn svartan, eru ýmsir smærri hlutar bílsins að utan sprautaðir rauðir og það snýst við í rauðu útgáfunni. Vélarkostir bílanna eru allt frá 125 til 182 hestafla bensínvélar og 120 til 150 hestafla dísilvélar. Allar gerðir þeirra eru með 6 gíra beinskiptingu og með því sést hversu sportlegir þeir eiga að vera. Ekki kemur fram hversu mikið dýrari þessar útgáfur verða en hefðbundinn Focus. Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent
Mest seldi bíll heims, Ford Focus, er til í mörgum útgáfum með mörgum vélarkostum en Ford hefur ákveðið að bæta tveimur útgáfum við sem kallaðar verða svarta og rauða útgáfan. Þær verða sportlegri en hefðbundinn Focus, með stífari fjöðrun, svörtu grilli, rauðum pústurrörum og á svörtum 18 tommu felgum. Auk þess er í þeim báðum leðurklætt stýri, ryðsfrítt stál í pedulum og stöguð sæti með rauðum þræði. Í svörtu útgáfunni, sem er að sjálfsögðu með aðallitinn svartan, eru ýmsir smærri hlutar bílsins að utan sprautaðir rauðir og það snýst við í rauðu útgáfunni. Vélarkostir bílanna eru allt frá 125 til 182 hestafla bensínvélar og 120 til 150 hestafla dísilvélar. Allar gerðir þeirra eru með 6 gíra beinskiptingu og með því sést hversu sportlegir þeir eiga að vera. Ekki kemur fram hversu mikið dýrari þessar útgáfur verða en hefðbundinn Focus.
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent