Fenyr SuperSport er jafnoki Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 16:15 Fenyr SuperSport. W Motors í Dubai er nú með til sýnis nýjustu afurð sína, Fenyr SuperSport bíl með 900 hestafla vél sem er 2,7 sekúndur í hundraðið og með 400 km hámarkshraða. Það eru svipaðar árangurstölur og Bugatti Veyron er skráður fyrir. W Motors var einmitt með Lykan HyperSport bíl sinn í myndinni Fast and the Furious 7, en þessi nýi bíll er öflugri en hann. Kraftinn fær hann úr 4,0 lítra 6 strokka vél og tveimur RUF risaforþjöppum. Hann er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Bíllinn er bara 1.200 kíló og skýrir það ef til vill best hversu snöggur hann er, en yfirbygging hans er smíðuð úr koltrefjum. Það er þó óskandi að W Motors færi sönnur fyrir getu bílsins með myndskeiði eða prufunum óháðra einstaklinga svo allir geti nú tekið þessar tölur trúanlegar. Framleiðsla á Fenyr SuperSport verður takmörkuð við 25 bíla og fyrirtækið segir að framleiðsla hans sé gerð í samstarfi við austurríska bílasmiðinn Magna Steyr og að bíllinn hafi verið teiknaður af StudioTorino í Ítalíu. Ekki kemur fram hvað hann á að kosta, en það er örugglega til nóg af kaupendum í löndunum kringum Dubai. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
W Motors í Dubai er nú með til sýnis nýjustu afurð sína, Fenyr SuperSport bíl með 900 hestafla vél sem er 2,7 sekúndur í hundraðið og með 400 km hámarkshraða. Það eru svipaðar árangurstölur og Bugatti Veyron er skráður fyrir. W Motors var einmitt með Lykan HyperSport bíl sinn í myndinni Fast and the Furious 7, en þessi nýi bíll er öflugri en hann. Kraftinn fær hann úr 4,0 lítra 6 strokka vél og tveimur RUF risaforþjöppum. Hann er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Bíllinn er bara 1.200 kíló og skýrir það ef til vill best hversu snöggur hann er, en yfirbygging hans er smíðuð úr koltrefjum. Það er þó óskandi að W Motors færi sönnur fyrir getu bílsins með myndskeiði eða prufunum óháðra einstaklinga svo allir geti nú tekið þessar tölur trúanlegar. Framleiðsla á Fenyr SuperSport verður takmörkuð við 25 bíla og fyrirtækið segir að framleiðsla hans sé gerð í samstarfi við austurríska bílasmiðinn Magna Steyr og að bíllinn hafi verið teiknaður af StudioTorino í Ítalíu. Ekki kemur fram hvað hann á að kosta, en það er örugglega til nóg af kaupendum í löndunum kringum Dubai.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent