Toyota lækkar söluáætlanir fyrir Prius Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 14:30 Nýr Toyota Prius er laglegri en forverinn. Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinnbílum þar sem kaupendum bíla er slétt sama um eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300-350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af Co2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius bíla frá því hann kom fyrst á markað. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent
Lækkandi olíuverð í heiminum öllum hefur minnkað eftirspurn eftir tvinnbílum þar sem kaupendum bíla er slétt sama um eyðslu þeirra og sækja því ekki eins mikið í tvinnbíla og losna með því við þann aukakostnað sem þessi aukabúnaður felur í sér. Fjórða kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan í desember og von er á bílnum á Evrópumarkað sem og til Bandaríkjanna snemma á þessu ári. Í fyrri áætlunum Toyota var gert ráð fyrir að selja 400.000 Prius á ári, en í nýjum áætlunum Toyota er gert ráð fyrir 300-350.000 bílum. Bensín hefur lækkað um nær helming frá miðju ári 2014 í Bandaríkjunum, en þar er stærsti markaðurinn fyrir Toyota Prius. Það hefur orðið til þess að 12% færri Prius bílar seldust þar árið 2015 en árið á undan. Nýr Prius er sagður 20% eyðslugrennri en forverinn og það sama á við mengun hans. Mengun hans fer úr 86 g/km af Co2 í 70 g/km. Eyðslan fer úr 3,9 lítrum í 3,0 lítra. Toyota hefur selt fjórar milljónir Prius bíla frá því hann kom fyrst á markað.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent