Tómstundir eru of kostnaðarsamar Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Ingibjörg Ragnheiður Kristjánsdóttir Linnet skrifar 14. janúar 2016 07:00 Því miður fá mörg börn ekki tækifæri til að stunda tómstundir vegna mikils kostnaðar, hvort sem um er að ræða tómstundir sem snúa að listum, íþróttum eða öðrum félagsstörfum. Aukakostnaður sem fylgir, svo sem fyrir æfingagjöld, íþróttaföt, skó, hljóðfæri og fleira getur verið umtalsverður. Síðan bætast við keppnis- og æfingaferðir. Kostnaður foreldra vegna þessa getur hlaupið á hundruðum þúsunda á ári. Þessi þróun er virkilega slæm þar sem margir kynnast sínum bestu vinum í tómstundastarfi, læra þar skipulag því tómstundir skapa rútínu og gjarnan er talað um að börn sem stundi tómstundir af einhverju tagi standi sig yfirleitt vel í skóla. Tómstundir eru miklu meira en bara stundir sem fylla upp í tóman tíma. Þetta eru oftar en ekki tímar sem börn og unglingar leggja allan sinn metnað í og mikil félagsmótun á sér stað í öllu tómstundastarfi. Samkvæmt 31. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi, eiga börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra – og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Aðildarríki skulu efla rétt barna til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt í þessum málum. Það er gríðarlega mikilvægt að lækka tómstundakostnað, því jafnvel þó allir eigi kost á að nýta sér frístundastyrki þarf að styðja betur við þá foreldra sem ekki hafa efni á að senda börn sín í hvers kyns tómstundir. Annars er hætta á að þessi börn fái ekki að stunda tómstundir og fara þá á mis við mikið uppbyggilegt starf sem þar á sér stað. Margir vita að tómstundir eru góð forvörn gegn óæskilegum áhrifum og þar öðlast börn reynslu sem nýtist þeim vel í lífi þeirra. Kostnaður við tómstundir á því ekki að vera það hár að börn geti ekki iðkað þær, því börn eiga að hafa jafnan rétt í þessum málum óháð fjárhag foreldra sinna. Það má ekki líta svo á að dýrt sé að styðja við börn í þeim málum sem þau varða og eru þeim mikilvæg. Því einstaklingar dafna þegar þeir fá að þróa sín áhugasvið. Að fjárfesta í ungum og upprennandi einstaklingum samfélagsins mun því skila sér margfalt til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Því miður fá mörg börn ekki tækifæri til að stunda tómstundir vegna mikils kostnaðar, hvort sem um er að ræða tómstundir sem snúa að listum, íþróttum eða öðrum félagsstörfum. Aukakostnaður sem fylgir, svo sem fyrir æfingagjöld, íþróttaföt, skó, hljóðfæri og fleira getur verið umtalsverður. Síðan bætast við keppnis- og æfingaferðir. Kostnaður foreldra vegna þessa getur hlaupið á hundruðum þúsunda á ári. Þessi þróun er virkilega slæm þar sem margir kynnast sínum bestu vinum í tómstundastarfi, læra þar skipulag því tómstundir skapa rútínu og gjarnan er talað um að börn sem stundi tómstundir af einhverju tagi standi sig yfirleitt vel í skóla. Tómstundir eru miklu meira en bara stundir sem fylla upp í tóman tíma. Þetta eru oftar en ekki tímar sem börn og unglingar leggja allan sinn metnað í og mikil félagsmótun á sér stað í öllu tómstundastarfi. Samkvæmt 31. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi, eiga börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra – og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Aðildarríki skulu efla rétt barna til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt í þessum málum. Það er gríðarlega mikilvægt að lækka tómstundakostnað, því jafnvel þó allir eigi kost á að nýta sér frístundastyrki þarf að styðja betur við þá foreldra sem ekki hafa efni á að senda börn sín í hvers kyns tómstundir. Annars er hætta á að þessi börn fái ekki að stunda tómstundir og fara þá á mis við mikið uppbyggilegt starf sem þar á sér stað. Margir vita að tómstundir eru góð forvörn gegn óæskilegum áhrifum og þar öðlast börn reynslu sem nýtist þeim vel í lífi þeirra. Kostnaður við tómstundir á því ekki að vera það hár að börn geti ekki iðkað þær, því börn eiga að hafa jafnan rétt í þessum málum óháð fjárhag foreldra sinna. Það má ekki líta svo á að dýrt sé að styðja við börn í þeim málum sem þau varða og eru þeim mikilvæg. Því einstaklingar dafna þegar þeir fá að þróa sín áhugasvið. Að fjárfesta í ungum og upprennandi einstaklingum samfélagsins mun því skila sér margfalt til baka.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun