Um langa hríð hafa fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að nauðsynlegt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rofsvæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaflega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna.
Okkar ágæti landbúnaðarráðherra var í viðtali á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni um síðustu helgi. Þetta var um margt merkilegt samtal (sjá https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP42271 18:20 mín). Þar vitnaði Sigurjón í grein í Fréttablaðinu eftir undirritaðan, m.a. er varðar styrki til sauðfjárframleiðslu á þeim svæðum sem henta ekki til slíks (/g/2016160109693). Sigurjón endaði mál sitt þannig: „Það er enginn geislabaugur yfir okkur?“. Ráðherrann svaraði á þá leið að þeir sem „vinna landinu til góða séu sauðfjárbændur. Þeir leggja ótrúlega mikið á sig.“ Sigurjón: „Og það væri enn betra ef Landgræðslan bara væri ekki að ybba gogg?“ Ráðherra: „Nei, ekki það. Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti“.
Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja niður við ríkistofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlutverki sínu? Satt best að segja minna þessi efnistök óþyrmilega á tilraunir íhaldssamra þingmanna og olíuhagsmunaðila í Bandaríkjunum til að þagga niður í Lofslagsstofnun og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NOVA og NASA) því þessi öfl trúa ekki að loftslag jarðar sé að breytast af mannavöldum. Á ráðherra að vera talsmaður hagsmunasamtaka? Væri ekki nær að ráðherrann stigi fram og viðurkenndi að við vanda væri að etja, svo menn gætu sest saman undir árar og leitað lausna? Árásir hagsmunasamtaka og ráðherra á Landgræðslu ríkisins eru ómaklegar.
Í viðtalinu var ýmislegt sem túlka má sem svo að ráðherrann telji ekki að sum svæði landsins þurfi að njóta beitarfriðunar. Og hann telur að landið sé að gróa upp síðan 2004 vegna betra veðurfars, fækkunar sauðfjár og betra beitarskipulags. Vissulega eru sum svæði að verða betur gróin (meiri blaðgræna) en rannsóknir Raynold og starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna þó að almennt er það ekki rétt (www.mdpi.com/2072-4292/7/8/9492/pdf). Landið grær þar sem dregið hefur verið úr beitarálagi, land friðað fyrir beit eða grætt upp, en annars staðar hefur uppskera jafnvel minnkað á þessu tímabili. Víða er land í góðu ástandi, en annars staðar á það ekki við og það er nauðsynlegt að skilja þar á milli. Afneitun á vanda er ekki rétt leið.

Ráðherra skýtur sendiboðann – "með eðlilegum hætti“
Skoðun

Þegar raunveruleikinn og sannleikurinn og ekkert annað hentar!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Gul viðvörun í húsnæðiskortinu
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Það þarf að ganga í verkin!
Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Atvinnufrelsi og takmarkandi ákvæði ráðningarsamninga
Guðmundur Hólmar Helgason skrifar

Hvað gerir Evrópusambandið, ESB, fyrir okkur dagsdaglega?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Verður einhver rekinn hjá ríkinu?
Ólafur Stephensen skrifar

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Er VM orðið spilltasta stéttarfélag landsins?
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Þegar raunveruleikinn hentar ekki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Golf er gott fyrir (lýð)heilsuna
Hulda Bjarnadóttir skrifar

Kjarkleysi eða pólitískt afturhald?
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Í upphafi skyldi endinn skoða
Kristófer Már Maronsson skrifar

Skipta söfn máli?
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Gögn um körfubolta og ákvarðanir sem teknar eru án þeirra
Grímur Atlason skrifar

Tvöfalt Ísland
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar