Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim Óttar Snædal skrifar 14. janúar 2016 15:30 Við skulum gleðjast yfir því, Íslendingar, að ein okkar helsta áskorun skuli snúa að því hvað við erum farnir að lifa lengi. Auknar lífslíkur og lægri fæðingartíðni eru merki velmegunar en barneignum fækkar iðulega þegar þjóðir efnast. Þessi jákvæða þróun verður þess þó valdandi að hlutfallslega fækkar þeim sem eru á vinnufærum aldri og sjáum við fram á tilfinnanlegan skort á vinnuafli á komandi árum. Við þessu er lausn. Gerum fólki í auknum mæli kleift að flytja hingað og starfa án þess að einblína á hvaðan það kemur. Lítum heldur til þess hvort viðkomandi finni sér starf enda er ekkert sem segir að besta fólkið fæðist innan EES-svæðisins. Slík stefna væri í senn mannúðarstefna en um leið skynsamleg og hagfelld öllum hlutaðeigandi. Líkt og með önnur viðskipti er ljóst að ráði einhver erlendan starfskraft þá vænkast hagur beggja og er fátt jafn truflandi fyrir óbreytta hagfræðinga og að sjá vinnuveitanda grátklökkan í sjónvarpinu vegna þess að starfsmanni hans var vísað úr landi. Umræðan hverfist nú mjög í kringum fólk sem flýr stríðshrjáð svæði. Vissulega er það aðkallandi og flókinn vandi en á sama tíma er það staðreynd að fólk byrjaði ekki að drukkna í opnum bátum á Miðjarðarhafinu árið 2013. Sókn fólks frá fátækari ríkjum til Vesturlanda á sér mun lengri sögu, en leitað er þangað sem vinnuframlag er verðmeira og tækifæri meiri. Skortur á öðrum leiðum gerir bátana einfaldlega vænlegasta kostinn. Líkt og með aðra haftastefnu er of ströng innflytjendalöggjöf okkur skaðleg. Jákvæð hagræn áhrif innflytjenda eru aftur á móti vel þekkt og skrásett en tilkomu þeirra er mætt með aukinni fjárfestingu, auknum umsvifum, og er það engin tilviljun að fjölbreytni er mikil í blómlegustu borgum heims. Áhrif innflytjenda hafa verið metin jákvæð á bæði hagvöxt og laun í stærri ríkjum og má ætla að hér á landi geti jákvæðu áhrifin verið umtalsvert meiri. Við erum fámenn þjóð með miklar auðlindir og jarðnæði og aukin stærðarhagkvæmni á ýmsum sviðum væri okkur mjög til góðs. Engum dylst að ýmsir aðrir vinklar eru á móttöku innflytjenda en einungis hagrænir. Mistök eru til að læra af þeim og jafnvel betra er að læra af mistökum annarra. Standa þarf vörð um það sem gerir landið eftirsóknarvert en á sama tíma er það okkur í hag að marka almenna jákvæða stefnu gagnvart þeim sem vilja búa hér og starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Við skulum gleðjast yfir því, Íslendingar, að ein okkar helsta áskorun skuli snúa að því hvað við erum farnir að lifa lengi. Auknar lífslíkur og lægri fæðingartíðni eru merki velmegunar en barneignum fækkar iðulega þegar þjóðir efnast. Þessi jákvæða þróun verður þess þó valdandi að hlutfallslega fækkar þeim sem eru á vinnufærum aldri og sjáum við fram á tilfinnanlegan skort á vinnuafli á komandi árum. Við þessu er lausn. Gerum fólki í auknum mæli kleift að flytja hingað og starfa án þess að einblína á hvaðan það kemur. Lítum heldur til þess hvort viðkomandi finni sér starf enda er ekkert sem segir að besta fólkið fæðist innan EES-svæðisins. Slík stefna væri í senn mannúðarstefna en um leið skynsamleg og hagfelld öllum hlutaðeigandi. Líkt og með önnur viðskipti er ljóst að ráði einhver erlendan starfskraft þá vænkast hagur beggja og er fátt jafn truflandi fyrir óbreytta hagfræðinga og að sjá vinnuveitanda grátklökkan í sjónvarpinu vegna þess að starfsmanni hans var vísað úr landi. Umræðan hverfist nú mjög í kringum fólk sem flýr stríðshrjáð svæði. Vissulega er það aðkallandi og flókinn vandi en á sama tíma er það staðreynd að fólk byrjaði ekki að drukkna í opnum bátum á Miðjarðarhafinu árið 2013. Sókn fólks frá fátækari ríkjum til Vesturlanda á sér mun lengri sögu, en leitað er þangað sem vinnuframlag er verðmeira og tækifæri meiri. Skortur á öðrum leiðum gerir bátana einfaldlega vænlegasta kostinn. Líkt og með aðra haftastefnu er of ströng innflytjendalöggjöf okkur skaðleg. Jákvæð hagræn áhrif innflytjenda eru aftur á móti vel þekkt og skrásett en tilkomu þeirra er mætt með aukinni fjárfestingu, auknum umsvifum, og er það engin tilviljun að fjölbreytni er mikil í blómlegustu borgum heims. Áhrif innflytjenda hafa verið metin jákvæð á bæði hagvöxt og laun í stærri ríkjum og má ætla að hér á landi geti jákvæðu áhrifin verið umtalsvert meiri. Við erum fámenn þjóð með miklar auðlindir og jarðnæði og aukin stærðarhagkvæmni á ýmsum sviðum væri okkur mjög til góðs. Engum dylst að ýmsir aðrir vinklar eru á móttöku innflytjenda en einungis hagrænir. Mistök eru til að læra af þeim og jafnvel betra er að læra af mistökum annarra. Standa þarf vörð um það sem gerir landið eftirsóknarvert en á sama tíma er það okkur í hag að marka almenna jákvæða stefnu gagnvart þeim sem vilja búa hér og starfa.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun