Erlent

Alex stefnir á Azoreyjar

Vísir/NASA
Fellibylurinn Alex stefnir nú á Azor eyjar í austurhluta Atlantshafsins. Afar sjaldgæft er að stormar nái styrk fellibyls á þessum árstíma á þessu svæði og raunar hefur það ekki gerst síðan árið 1938 og raunar er aðeins vitað um fjögur fellibyljatilfelli í janúar frá því mælingar hófust árið 1851.

Vindhraði er sagður vera um 140 kílómetrar á klukkustund og hafa viðvaranir verið gefnar út á eyjunum. Á sama tíma hefur hitabeltisstormurinn Pali myndast á Kyrrahafinu og er það ekki síður óvenjulegt fyrirbæri. Eru þessi veðurfyrirbrigði af mörgum rakin til þess að El Nínó straumurinn hefur verið óvenju öflugur í þetta skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×