Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. janúar 2016 19:00 Aron Pálmarsson fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. vísir/valli Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira