Aron: Ég var aldrei stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 19:45 Hvað ætlið þið að gera í þessu? Norðmenn réðu ekkert við Aron Pálmarsson. vísir/valli „Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. Aron skoraði átta mörk í leiknum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti í öllum regnbogans litum og dró íslenska vagninn með hreint út sagt geggjuðum leik. Ótrúlegur leikmaður sem drengurinn er orðinn. „Að öllu gríni slepptu þá var ég að fíla mig vel. Mér fannst vera gott flæði í sóknarleiknum. Fannst við spila fallegan sóknarleik. Kannski er það kjaftæði hjá mér en ég upplifði það þannig. Þetta var þolinmóður sóknarleikur og það skilaði þessu,“ segir Aron en íslenska liðið var með yfir 70 prósent skotnýtingu sem er frábært. Strákarnir fengu svo sannarlega færin til þess að loka leiknum. Gerðu það ekki og fyrir vikið var háspenna, lífshætta í lokin. „Ég væri ekki að gefa þér viðtal ef við hefðum klúðrað þessu. Ég væri bara trylltur inn í klefa. Ég var samt aldrei stressaður í síðari hálfleik. Var með þá tilfinningu að við myndum vinna þetta. Við hefðum vissulega mátt vera skynsamari manni fleiri en við finnum út úr því. Það hefur aldrei verið vesen.“ Aron segir að liðið fái byr í seglin með svona dramatískum sigri sem endaði í samsöng með áhorfendum líkt og á EM í körfubolta. „Það var eins og við hefðum verið Evrópumeistarar að vinna Noreg,“ sagði Aron léttur en hann var þakklátur fyrir stuðninginn í dag. „Þetta var geggjað. Við Íslendingar erum einstök þjóð og gaman að sjá allt þetta fólk sem er komið. Við kunnum svo sannarlega að meta það og finnum vel fyrir stuðningnum. Maður er aldrei stoltari en á svona stundum,“ segir Aron en er þessi frammistaða það sem koma skal? „Ég er að fá mín tækifæri út af góðum sóknarleik. Ég vona að það verði framhald á þessu. Mér líður vel og ég mun nýta þau tækifæri sem ég fæ.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
„Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. Aron skoraði átta mörk í leiknum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti í öllum regnbogans litum og dró íslenska vagninn með hreint út sagt geggjuðum leik. Ótrúlegur leikmaður sem drengurinn er orðinn. „Að öllu gríni slepptu þá var ég að fíla mig vel. Mér fannst vera gott flæði í sóknarleiknum. Fannst við spila fallegan sóknarleik. Kannski er það kjaftæði hjá mér en ég upplifði það þannig. Þetta var þolinmóður sóknarleikur og það skilaði þessu,“ segir Aron en íslenska liðið var með yfir 70 prósent skotnýtingu sem er frábært. Strákarnir fengu svo sannarlega færin til þess að loka leiknum. Gerðu það ekki og fyrir vikið var háspenna, lífshætta í lokin. „Ég væri ekki að gefa þér viðtal ef við hefðum klúðrað þessu. Ég væri bara trylltur inn í klefa. Ég var samt aldrei stressaður í síðari hálfleik. Var með þá tilfinningu að við myndum vinna þetta. Við hefðum vissulega mátt vera skynsamari manni fleiri en við finnum út úr því. Það hefur aldrei verið vesen.“ Aron segir að liðið fái byr í seglin með svona dramatískum sigri sem endaði í samsöng með áhorfendum líkt og á EM í körfubolta. „Það var eins og við hefðum verið Evrópumeistarar að vinna Noreg,“ sagði Aron léttur en hann var þakklátur fyrir stuðninginn í dag. „Þetta var geggjað. Við Íslendingar erum einstök þjóð og gaman að sjá allt þetta fólk sem er komið. Við kunnum svo sannarlega að meta það og finnum vel fyrir stuðningnum. Maður er aldrei stoltari en á svona stundum,“ segir Aron en er þessi frammistaða það sem koma skal? „Ég er að fá mín tækifæri út af góðum sóknarleik. Ég vona að það verði framhald á þessu. Mér líður vel og ég mun nýta þau tækifæri sem ég fæ.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38
Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00
Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18
Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti