Rangfærsla Samáls Ragnheiður Þorgrímsdóttir skrifar 19. janúar 2016 07:00 Í innsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu 15. janúar fer Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, mikinn í að réttlæta auglýsingar (jólakveðjur) Norðuráls, en þessar auglýsingar hefur Landvernd kært á grundvelli laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, á þeim forsendum að um sé að ræða villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar. Eitt af því sem Pétur sér ástæðu til að nefna málstað sínum til framdráttar eru rannsóknir opinberra stofnana á veikindum hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði. Pétur segir orðrétt: „... hafa þau verið rannsökuð af opinberum stofnunum og engin tengsl við flúormengun fundist. Þessar rannsóknir hafa staðið í mörg ár og má fræðast um niðurstöðurnar á heimasíðu Matvælastofnunar.“ Hér talar Pétur eins og veikindi hrossa á Kúludalsá séu margrannsökuð og yfir langan tíma. Niðurstaðan sem þarna er vísað til og birt er á vef Matvælastofnunar er vegna einnar „rannsóknar“ sem hefur, frá því hún var kynnt, verið harðlega gagnrýnd m.a. vegna óvísindalegra vinnubragða og hlutdrægni. Um rannsóknina má m.a. lesa á vefnum www.namshestar.is. Alrangt er að hún hafi staðið um margra ára skeið, eins og berlega sést ef gögn eru skoðuð. Ekki hafa verið birtar niðurstöður úr rannsóknum annarra opinberra aðila. Aftur á móti hefur eigandi hrossanna á Kúludalsá ítrekað farið þess á leit m.a. við Umhverfisstofnun (eftirlitsaðila Norðuráls) að hlutast verði til um grunnrannsóknir á þolmörkum íslenskra grasbíta gagnvart flúori, en án árangurs. Annaðhvort fer framkvæmdastjóri Samáls hér vísvitandi með rangfærslur til að afvegaleiða lesendur eða þá að hann veit ekki betur, sem þýðir að hann hefur ekki haft fyrir því að kynna sér málið áður en hann setti fullyrðingar sínar á blað. Deila má um hvort er verra – en ljóst má vera að taka þarf öllu með fyrirvara sem frá álframleiðslunni kemur, jólakveðjum sem öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Af jólakveðjum í útvarpinu Norðurál óskaði landsmönnum gleðilegra jóla á öldum ljósvakans yfir hátíðarnar og voru þær auglýsingar gagnrýndar af Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, í Fréttablaðinu. Hér verður leitast við að svara þeirri gagnrýni í stuttu máli. 15. janúar 2016 07:00 Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Í innsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu 15. janúar fer Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, mikinn í að réttlæta auglýsingar (jólakveðjur) Norðuráls, en þessar auglýsingar hefur Landvernd kært á grundvelli laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, á þeim forsendum að um sé að ræða villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar. Eitt af því sem Pétur sér ástæðu til að nefna málstað sínum til framdráttar eru rannsóknir opinberra stofnana á veikindum hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði. Pétur segir orðrétt: „... hafa þau verið rannsökuð af opinberum stofnunum og engin tengsl við flúormengun fundist. Þessar rannsóknir hafa staðið í mörg ár og má fræðast um niðurstöðurnar á heimasíðu Matvælastofnunar.“ Hér talar Pétur eins og veikindi hrossa á Kúludalsá séu margrannsökuð og yfir langan tíma. Niðurstaðan sem þarna er vísað til og birt er á vef Matvælastofnunar er vegna einnar „rannsóknar“ sem hefur, frá því hún var kynnt, verið harðlega gagnrýnd m.a. vegna óvísindalegra vinnubragða og hlutdrægni. Um rannsóknina má m.a. lesa á vefnum www.namshestar.is. Alrangt er að hún hafi staðið um margra ára skeið, eins og berlega sést ef gögn eru skoðuð. Ekki hafa verið birtar niðurstöður úr rannsóknum annarra opinberra aðila. Aftur á móti hefur eigandi hrossanna á Kúludalsá ítrekað farið þess á leit m.a. við Umhverfisstofnun (eftirlitsaðila Norðuráls) að hlutast verði til um grunnrannsóknir á þolmörkum íslenskra grasbíta gagnvart flúori, en án árangurs. Annaðhvort fer framkvæmdastjóri Samáls hér vísvitandi með rangfærslur til að afvegaleiða lesendur eða þá að hann veit ekki betur, sem þýðir að hann hefur ekki haft fyrir því að kynna sér málið áður en hann setti fullyrðingar sínar á blað. Deila má um hvort er verra – en ljóst má vera að taka þarf öllu með fyrirvara sem frá álframleiðslunni kemur, jólakveðjum sem öðru.
Af jólakveðjum í útvarpinu Norðurál óskaði landsmönnum gleðilegra jóla á öldum ljósvakans yfir hátíðarnar og voru þær auglýsingar gagnrýndar af Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, í Fréttablaðinu. Hér verður leitast við að svara þeirri gagnrýni í stuttu máli. 15. janúar 2016 07:00
Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um 13. janúar 2016 07:00
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun