Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Snorri Baldursson skrifar 13. janúar 2016 07:00 Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um nýjan raforkusamning, en núverandi samningur fyrirtækisins rennur út árið 2019. Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.„Álið okkar“ Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“ Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“ Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi. Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010. Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð. Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um nýjan raforkusamning, en núverandi samningur fyrirtækisins rennur út árið 2019. Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.„Álið okkar“ Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“ Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“ Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi. Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010. Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð. Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun