
Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls
Ein birtingarmynd þessarar hagsmunabaráttu var býsna ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls í prent- og ljósvakamiðlum yfir hátíðarnar þar sem m.a. komu fyrir slagorð eins og „álið okkar“„[álið eða áldósir] má endurvinna nánast endalaust / allt að hundrað sinnum“ og ál er „einhver grænasti málmur í heimi“. Landvernd hefur kært þessa auglýsingaherferð fyrirtækisins á grunni laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu á þeim forsendum að um sé að ræða, villandi, ófullnægjandi eða beinlínis rangar upplýsingar.
„Álið okkar“
Auglýsingar Norðuráls hafa reynt að byggja upp hreinleikaímynd og þá tilfinningu að ál sé á einhvern hátt norrænn eða íslenskur málmur. Þetta er auðvitað blekking. Ef hægt er að tala um íslenskan málm yfir höfuð væri það væntanlega helst járn eða mýrarrauði. Þótt ál sé eitt algengasta frumefni Jarðarinnar finnst það ekki í vinnanlegu magni nema í málmgrýtinu báxíti (bauxite) sem verður til við veðrun bergs í hitabeltisloftslagi. Báxít er unnið frekar í svokallað súrál sem er hráefni álveranna. Árið 2011 flutti Norðurál inn tæplega 550.000 tonn af súráli hingað til lands, um og yfir 6.000 km sjóleið frá m.a. Jamaíku og Suður-Ameríku. Álið sem unnið er á Grundartanga og annars staðar á landinu getur því trauðla kallast íslenskt. Álverin nýta sér aftur á móti íslenska orku og íslenskt vinnuafl við álbræðslu. Norðurál er heldur ekki í eigu Íslendinga, frekar en önnur álver á landinu.
„Álið má endurvinna nánast endalaust /… allt að hundrað sinnum“
Þessar staðhæfingar í auglýsingum Norðuráls eru stolnar fjaðrir, til þess fallnar að blekkja almenning. Það er rétt að ál er endurvinnanlegt. Hins vegar stundar Norðurál ekki endurvinnslu heldur frumvinnslu á áli úr súráli. Fyrirtækið hefur heldur ekki sérstakan hag af endurvinnslu heldur þvert á móti hag af því að ál sé tekið út af markaðnum, að það sé ekki endurunnið. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisstofnun BNA eru áldósir urðaðar þar í landi árlega í magni sem nemur ársframleiðslu áls á Íslandi (um einni milljón tonna). Sem sagt ef allar áldósir sem falla til í BNA væru endurnýttar hundrað sinnum mætti loka álverum á Íslandi miðað við núverandi framboð og eftirspurn áls í heiminum.
„[álið okkar er] einhver grænasti málmur í heimi“
Þetta er líklega alvarlegasta blekkingin í auglýsingum Norðuráls. Það stenst ekki skoðun að ál eða álvinnsla sé græn/hrein í þeim skilningi að framleiðsla þess sé umhverfisvæn, eða að ál sé einhver grænasti málmur í heimi.
Vinnsla áls er gríðarleg orku-, vatns- og landfrekur iðnaður. Frumvinnsla á báxíti og súráli, hráefni álverksmiðjanna, veldur afar neikvæðum umhverfisáhrifum. Miklar báxítnámur finnast í Ástralíu, Brasilíu, Kína, Jamaíka, Rússlandi og víðar. Margar þeirra eru á landi sem þakið er hitabeltisskógi. Eðli málsins samkvæmt er þessum skógum eytt við vinnsluna. Úr báxíti er unnið súrál með aðferð sem nefnist Bayer-ferli. Í ferlinu verður til hættulegur úrgangur, svokallaður rauður leir, sem er viðurkenndur umhverfisskaðvaldur og hefur valdið miklum og mannskæðum mengunarslysum, sbr. slysið í Kolontár í Ungverjalandi í október 2010.
Síðasti hlekkurinn í framleiðslukeðju áls, sjálf álbræðslan eins og Norðurál stundar á Grundartanga, er einnig langt frá því að vera umhverfisvæn. Álver Norðuráls losar um 500.000 tonn af koltvísýringi árlega og umtalsvert magn brennisteinssambanda og flúors sem bændur á þynningarsvæði álversins telja að hafi haft slæm áhrif á heilsu búfjár undanfarin ár, meðal annars valdið veikindum í hrossum á Kúludalsá við Hvalfjörð.
Líklega skákar Norðurál í því skjólinu að það noti svokallaða græna orku. En er hægt að fullyrða að orkuframleiðsla, sem m.a. kaffærir gróðurvinjar á hálendinu, ofnýtir háhitasvæði og spillir landslagi og víðernum, sé græn? Eftir Parísarsamkomulagið dregur vonandi hratt úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmslofti en örin á fjallkonunni sitja eftir um aldur og ævi. Það er fjarri sanni að „álið okkar“ sé einhver grænasti málmur í heimi.
Skoðun

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar