Ég er hætt Úrsúla Jünemann skrifar 19. janúar 2016 07:00 2015 er það ár þegar við grunnskólakennarar samþykktum einhverja verstu kjarasamninga. Eins og oft áður höfum við afsalað okkur ýmsum réttindum fyrir aðeins hærra kaup. En fjölmiðlar vilja ekki taka þann punkt með í reikninginn. Það er þvert á móti talað um einhverjar „gríðarlegar launahækkanir“ sem kennararnir fengu, sem munu koma launaskriði af stað og ógna öllum stöðugleika. Allt upp í 29% launahækkun hljómar svakalega flott, en prósentuhækkun af lágu kaupi er nú ekki svo mikið. Það sem gerðist undanfarin ár var að kennaranámið var lengt um tvö ár, úr þremur árum í fimm. Og ráðamenn skildu ekkert í því að ekki nokkur maður vildi leggja kennaranámið fyrir sig og þeir fáu sem kláruðu námið hurfu flestir til annarra og betur launaðra starfa. Fimm ára nám fyrir starf undir miklu álagi og kaup sem dugar ekki til að framfleyta fjölskyldu er bara ekki spennandi. Þannig að í nýjum samningum var gert ráð fyrir að gera vel við nýja, unga kennara, kjör þeirra urðu talsvert betri en hefur verið. En hvað varð um kjör eldri kennaranna, kjör þeirra sem hafa kennt lengi og gert sínar skyldur samviskusamlega? Ég sem 60+ upplifi þessa „frábæru samninga“ sem spark í rassinn. Hvers vegna? Þegar maður er orðinn 50 ára þá er ekki svo auðvelt að ráða sig í önnur störf þannig að maður verður að bíta í það súra epli að halda áfram í sínu starfi. Áður en samið var um kaup og kjör í vor fengu eldri kennarar svonefndan aldursafslátt á kennslustundir sem stighækkaði með aldrinum. Þetta þýddi ekki að mönnum leyfðist að vinna minna heldur var kennsluskyldan lækkuð gegn því að vinna önnur störf í staðinn. Þetta gat til dæmis verið ráðgjöf og liðveisla, gerð nýs kennsluefnis, vinna í námskrám, umsjón með kennslugögnum, vinna í nefndum o. fl. Með þessari reglu var eldri kennurum gert kleift að enda sinn starfsferil með sæmd án þess að brenna yfir af álagi og tilkynna sífellt oftar veikindi. Með nýju samningunum var þessi aldursafsláttur strikaður út. Að vísu var mönnum gefinn kostur á að halda í afsláttinn og fá þá ekki umsamda kauphækkun eða afsala sér þessum afslætti gegn því að fá alla umsömdu launahækkunina. Þennan seinni kost varð maður eiginlega að velja í sambandi við væntanlegar greiðslur úr lífeyrissjóðnum við starfslok sem reiknast út frá því kaupi sem maður endar á.Tapaði á samningum Tökum nú dæmi: Ég afsalaði mér aldursafslættinum enda komin nálægt eftirlaunaaldri. Þannig að kennsluskyldan mín hækkaði úr 19 tímum í 26. Það munar um minna! Grunnkaupið mitt hækkaði úr 427.897 upp í 456.260 fyrir skattinn, sem sagt um 28.368 krónur. Fyrir yfirvinnu, t.d. forfallakennslu, eru greiddar rúmlega 4.000 krónur. Þannig að ef ég ynni einungis 8 slíka tíma á mánuði (2 yfirvinnutímar á viku), væri ég komin á betra kaup með 21 kennslustund á viku í staðinn fyrir 26 tíma sem mér var gert að kenna frá því í haust. Ég tapaði þannig greinilega á þessum „frábæru samningum“. Og svo er þetta vinnumat sem kennararnir samþykktu mér alveg óskiljanlegt. Nú skyldu kennarar loksins vinna vinnuna sína! Negla þá niður frá kl. 8.00 til 16.00 alla daga á sínum vinnustað! En það er vitað mál að reynt er að spara og skera niður í skólamálunum í mörgum sveitarfélögum. Í mínum skóla er bæði plássleysi á vinnustofum kennara og lélegur tækjabúnaður. Menn gætu unnið margt í sínu starfi betur heima hjá sér og þá á þeim tíma sem hentar. Svo er það þannig að kennarastarfið er skorpuvinna. Stundum er mikið að gera og þá vinna menn langt fram á kvöld. Stundum væri á móti jafnvel hægt að fara heim beint eftir kennslu. Sveigjanleikinn sem hingað til hefur heillað sérstaklega fjölskyldufólk með ung börn er ekki lengur til staðar. Í nýja vinnumatinu er talin hver einasta mínúta sem menn vinna ákveðin verk. En þarna inni eru ekki allar þær mínútur sem kennari eyðir t.d. í að sinna barni í vanda eða veitir fyrstu hjálp við meiðslum. Þetta kostar oft helminginn af kaffi- eða matartímanum. (Hádegismatartími er ekki inni í vinnumatinu og þannig ekki greiddur.) Í nýja vinnumatinu er ekki heldur lengur greitt fyrir gæslu í frímínútum og mötuneytinu sem var áður fyrr, ekki heldur aukna kennslu á sérstökum dögum. Menn eru einfaldlega skikkaðir til að vinna þetta auka. Vinnumatið var samþykkt með naumum meirihluta og einungis rúmlega helmingur af grunnskólakennurum greiddi atkvæði. Hversu marktækar eru þessar kosningar? Og af hverju kusu svo margir kennarar ekki? Nú vakna menn upp við vondan draum og klóra sér í kollinum. Almenn óánægja heyrist víða. En ég er hætt, ákvað það strax í sumar. Svona læt ég ekki fara með mig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
2015 er það ár þegar við grunnskólakennarar samþykktum einhverja verstu kjarasamninga. Eins og oft áður höfum við afsalað okkur ýmsum réttindum fyrir aðeins hærra kaup. En fjölmiðlar vilja ekki taka þann punkt með í reikninginn. Það er þvert á móti talað um einhverjar „gríðarlegar launahækkanir“ sem kennararnir fengu, sem munu koma launaskriði af stað og ógna öllum stöðugleika. Allt upp í 29% launahækkun hljómar svakalega flott, en prósentuhækkun af lágu kaupi er nú ekki svo mikið. Það sem gerðist undanfarin ár var að kennaranámið var lengt um tvö ár, úr þremur árum í fimm. Og ráðamenn skildu ekkert í því að ekki nokkur maður vildi leggja kennaranámið fyrir sig og þeir fáu sem kláruðu námið hurfu flestir til annarra og betur launaðra starfa. Fimm ára nám fyrir starf undir miklu álagi og kaup sem dugar ekki til að framfleyta fjölskyldu er bara ekki spennandi. Þannig að í nýjum samningum var gert ráð fyrir að gera vel við nýja, unga kennara, kjör þeirra urðu talsvert betri en hefur verið. En hvað varð um kjör eldri kennaranna, kjör þeirra sem hafa kennt lengi og gert sínar skyldur samviskusamlega? Ég sem 60+ upplifi þessa „frábæru samninga“ sem spark í rassinn. Hvers vegna? Þegar maður er orðinn 50 ára þá er ekki svo auðvelt að ráða sig í önnur störf þannig að maður verður að bíta í það súra epli að halda áfram í sínu starfi. Áður en samið var um kaup og kjör í vor fengu eldri kennarar svonefndan aldursafslátt á kennslustundir sem stighækkaði með aldrinum. Þetta þýddi ekki að mönnum leyfðist að vinna minna heldur var kennsluskyldan lækkuð gegn því að vinna önnur störf í staðinn. Þetta gat til dæmis verið ráðgjöf og liðveisla, gerð nýs kennsluefnis, vinna í námskrám, umsjón með kennslugögnum, vinna í nefndum o. fl. Með þessari reglu var eldri kennurum gert kleift að enda sinn starfsferil með sæmd án þess að brenna yfir af álagi og tilkynna sífellt oftar veikindi. Með nýju samningunum var þessi aldursafsláttur strikaður út. Að vísu var mönnum gefinn kostur á að halda í afsláttinn og fá þá ekki umsamda kauphækkun eða afsala sér þessum afslætti gegn því að fá alla umsömdu launahækkunina. Þennan seinni kost varð maður eiginlega að velja í sambandi við væntanlegar greiðslur úr lífeyrissjóðnum við starfslok sem reiknast út frá því kaupi sem maður endar á.Tapaði á samningum Tökum nú dæmi: Ég afsalaði mér aldursafslættinum enda komin nálægt eftirlaunaaldri. Þannig að kennsluskyldan mín hækkaði úr 19 tímum í 26. Það munar um minna! Grunnkaupið mitt hækkaði úr 427.897 upp í 456.260 fyrir skattinn, sem sagt um 28.368 krónur. Fyrir yfirvinnu, t.d. forfallakennslu, eru greiddar rúmlega 4.000 krónur. Þannig að ef ég ynni einungis 8 slíka tíma á mánuði (2 yfirvinnutímar á viku), væri ég komin á betra kaup með 21 kennslustund á viku í staðinn fyrir 26 tíma sem mér var gert að kenna frá því í haust. Ég tapaði þannig greinilega á þessum „frábæru samningum“. Og svo er þetta vinnumat sem kennararnir samþykktu mér alveg óskiljanlegt. Nú skyldu kennarar loksins vinna vinnuna sína! Negla þá niður frá kl. 8.00 til 16.00 alla daga á sínum vinnustað! En það er vitað mál að reynt er að spara og skera niður í skólamálunum í mörgum sveitarfélögum. Í mínum skóla er bæði plássleysi á vinnustofum kennara og lélegur tækjabúnaður. Menn gætu unnið margt í sínu starfi betur heima hjá sér og þá á þeim tíma sem hentar. Svo er það þannig að kennarastarfið er skorpuvinna. Stundum er mikið að gera og þá vinna menn langt fram á kvöld. Stundum væri á móti jafnvel hægt að fara heim beint eftir kennslu. Sveigjanleikinn sem hingað til hefur heillað sérstaklega fjölskyldufólk með ung börn er ekki lengur til staðar. Í nýja vinnumatinu er talin hver einasta mínúta sem menn vinna ákveðin verk. En þarna inni eru ekki allar þær mínútur sem kennari eyðir t.d. í að sinna barni í vanda eða veitir fyrstu hjálp við meiðslum. Þetta kostar oft helminginn af kaffi- eða matartímanum. (Hádegismatartími er ekki inni í vinnumatinu og þannig ekki greiddur.) Í nýja vinnumatinu er ekki heldur lengur greitt fyrir gæslu í frímínútum og mötuneytinu sem var áður fyrr, ekki heldur aukna kennslu á sérstökum dögum. Menn eru einfaldlega skikkaðir til að vinna þetta auka. Vinnumatið var samþykkt með naumum meirihluta og einungis rúmlega helmingur af grunnskólakennurum greiddi atkvæði. Hversu marktækar eru þessar kosningar? Og af hverju kusu svo margir kennarar ekki? Nú vakna menn upp við vondan draum og klóra sér í kollinum. Almenn óánægja heyrist víða. En ég er hætt, ákvað það strax í sumar. Svona læt ég ekki fara með mig!
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun