Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 22:16 Aron gefur skipanir af hliðarlínunni í kvöld. vísir/valli Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. Þetta er annað mótið í röð þar sem að íslenska liðið veldur miklum vonbrigðum undir hans stjórn og Ólympíuleikar eru úr sögunni. Ætlar hann að reyna að sitja áfram eða hætta sem landsliðsþjálfari? „Nú ætla ég að komast aðeins út úr húsinu. Stundum er best að bíta aðeins í tunguna á sér. Það koma svör með það fljótlega,“ segir svekktur landsliðsþjálfari.Sjá einnig: Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið Leikurinn í kvöld var auðvitað skelfilegur. Það sáu allir. Íslenska liðið var gjaldþrota. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég sá þetta bara alls ekki koma. Síðasta mót var svolítið sveiflukennt hjá okkur. Sú vinna sem við setjum í gang eftir það var að virka vel og það hafa verið framfarir hjá okkur. Í undirbúningnum leit þetta vel út og það var stígandi hjá okkur. Fyrsti leikurinn var góður en svo hendum við þessu frá okkur á móti Hvíta-Rússlandi,“ segir Aron og má sjá að hann er enn reiður út af þeim leik. „Hvít-Rússar er flott lið en við eigum að vinna er við skorum 38 mörk. Þá hefðum við verið öruggir með tvö stig í milliriðil og á leið í úrslitaleik gegn Króötum. Þeir voru mjög grimmir í byrjun og grimmari en við. Við vorum óþolinmóðir.“Blaðamannafundurinn áðan var ekki auðveldur fyrir Aron og Björgvin Pál.vísir/valliSjá einnig: Aron: Mér leið illa inn á vellinum Varnarleikur íslenska liðsins var hreinasta hörmung í síðustu tveim leikjum. Fermingardrengir gegn karlmönnum. Fyrsti leikurinn gegn Noregi gaf góð fyrirheit með vörnina en það reyndust vera falsvonir. Er varnarleikurinn sem liðið spilar ekki nógu góður eða eru leikmennirnir hreinlega ekki nógu góðir? „Þetta er eitthvað sem maður verður að skoða vel. Það er nokkuð ljóst að við verðum að gera breytingar á vörninni. Það er nokkuð ljóst að við erum ekki að þola að spila þessa vörn. Vörnin var ekki í takti við það sem við höfðum verið að gera og vörnin dettur niður í gæðum strax eftir fyrsta leik. Ég sá þetta ekki fyrir og þetta er mjög sárt.“ Aron og meðþjálfarar hans fundu ekki lausnir á þessu móti. Þeir komu ekki með réttu svörin. „Við erum ekki að ná að leysa þetta. Það var alveg sama hvað við gerðum. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Aron en á Ísland menn í dag sem eru nógu góðir til þess að leysa miðjustöðurnar í vörninni? „Við fórum í Gulldeildina með tvo nýja þrista í Tandra Má og Guðmundi Hólmar. Þeir litu nokkuð vel út og mér finnst þeir líta út fyrir að geta komið þarna inn. Svo erum við alltaf að leita að línumanni sem getur spilað í vörn og sókn og þar eigum við Arnar Frey Arnarsson til að mynda. Hann er framtíðarmaður. Svo styttist í breytingar hjá landsliðinu og þá verðum við að hugsa það út frá varnarhlutverkinu. Að menn geti spilað bæði í vörn og sókn. Það er erfitt að vera alltaf að skipta tveimur út í vörn og sókn. Flækir málin oft og við reyndum að breyta því hérna. Það gekk ekki.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. Þetta er annað mótið í röð þar sem að íslenska liðið veldur miklum vonbrigðum undir hans stjórn og Ólympíuleikar eru úr sögunni. Ætlar hann að reyna að sitja áfram eða hætta sem landsliðsþjálfari? „Nú ætla ég að komast aðeins út úr húsinu. Stundum er best að bíta aðeins í tunguna á sér. Það koma svör með það fljótlega,“ segir svekktur landsliðsþjálfari.Sjá einnig: Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið Leikurinn í kvöld var auðvitað skelfilegur. Það sáu allir. Íslenska liðið var gjaldþrota. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég sá þetta bara alls ekki koma. Síðasta mót var svolítið sveiflukennt hjá okkur. Sú vinna sem við setjum í gang eftir það var að virka vel og það hafa verið framfarir hjá okkur. Í undirbúningnum leit þetta vel út og það var stígandi hjá okkur. Fyrsti leikurinn var góður en svo hendum við þessu frá okkur á móti Hvíta-Rússlandi,“ segir Aron og má sjá að hann er enn reiður út af þeim leik. „Hvít-Rússar er flott lið en við eigum að vinna er við skorum 38 mörk. Þá hefðum við verið öruggir með tvö stig í milliriðil og á leið í úrslitaleik gegn Króötum. Þeir voru mjög grimmir í byrjun og grimmari en við. Við vorum óþolinmóðir.“Blaðamannafundurinn áðan var ekki auðveldur fyrir Aron og Björgvin Pál.vísir/valliSjá einnig: Aron: Mér leið illa inn á vellinum Varnarleikur íslenska liðsins var hreinasta hörmung í síðustu tveim leikjum. Fermingardrengir gegn karlmönnum. Fyrsti leikurinn gegn Noregi gaf góð fyrirheit með vörnina en það reyndust vera falsvonir. Er varnarleikurinn sem liðið spilar ekki nógu góður eða eru leikmennirnir hreinlega ekki nógu góðir? „Þetta er eitthvað sem maður verður að skoða vel. Það er nokkuð ljóst að við verðum að gera breytingar á vörninni. Það er nokkuð ljóst að við erum ekki að þola að spila þessa vörn. Vörnin var ekki í takti við það sem við höfðum verið að gera og vörnin dettur niður í gæðum strax eftir fyrsta leik. Ég sá þetta ekki fyrir og þetta er mjög sárt.“ Aron og meðþjálfarar hans fundu ekki lausnir á þessu móti. Þeir komu ekki með réttu svörin. „Við erum ekki að ná að leysa þetta. Það var alveg sama hvað við gerðum. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Aron en á Ísland menn í dag sem eru nógu góðir til þess að leysa miðjustöðurnar í vörninni? „Við fórum í Gulldeildina með tvo nýja þrista í Tandra Má og Guðmundi Hólmar. Þeir litu nokkuð vel út og mér finnst þeir líta út fyrir að geta komið þarna inn. Svo erum við alltaf að leita að línumanni sem getur spilað í vörn og sókn og þar eigum við Arnar Frey Arnarsson til að mynda. Hann er framtíðarmaður. Svo styttist í breytingar hjá landsliðinu og þá verðum við að hugsa það út frá varnarhlutverkinu. Að menn geti spilað bæði í vörn og sókn. Það er erfitt að vera alltaf að skipta tveimur út í vörn og sókn. Flækir málin oft og við reyndum að breyta því hérna. Það gekk ekki.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00