Zuckerberg svaraði konunni, Darlene Hackemer Loretto, og sagði það enn betra að hvetja þær til að verða nördinn í skólanum þannig að þær gætu sjálfar orðið næsti farsæli uppfinningamaðurinn.
Hackemer Loretto hafði látið orðin falla sem svar við færslu Zuckerberg þar sem hann sagðist hafa í huga að smíða vélmenni til að aðstoða sig heima fyrir og í vinnunni.
Hún skyrði svo orð sín á Facebook-síðu sinni í dag eftir að fjölmiðlar tóku að fjalla um svar Zuckerberg.
