Trukkur fuðrar upp í Dakar rallinu Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 15:28 Trukkurinn í ljósum logum. Þeir voru heppnir ökumennirnir í þessum Renault trukki að sleppa úr eldhafinu sem blossaði upp á svipstundu í miðju ralli dagsins í dag. Ökumaður bílsins þegar í honum kviknaði var Martin van den Brink, en hann vann Rally Marokko á síðasta ári og er reyndur í faginu. Martin fann fyrir því að enginn bremsuþrýstingur var á trukknum og fyrir vikið endaði hann utan vegar og aðstoðarmenn hans stukku út til að aðgæta hvað að væri. Við blöstu vænar eldtungur úr trukknum og fátt annað að gera en yfirgefa hann í ofboði. Það rétt tókst áður en trukkurinn varð alelda. Aðvífandi ökumenn annarra trukka sem þátt taka í keppninni reyndu að slökkva eldinn en það reyndist ógjörningur. Keppni á trukkum er ekki síður hörð og spennandi í þessari þekktustu þolaakstursrallkeppni heims og þar getur greinilega allt gerst. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent
Þeir voru heppnir ökumennirnir í þessum Renault trukki að sleppa úr eldhafinu sem blossaði upp á svipstundu í miðju ralli dagsins í dag. Ökumaður bílsins þegar í honum kviknaði var Martin van den Brink, en hann vann Rally Marokko á síðasta ári og er reyndur í faginu. Martin fann fyrir því að enginn bremsuþrýstingur var á trukknum og fyrir vikið endaði hann utan vegar og aðstoðarmenn hans stukku út til að aðgæta hvað að væri. Við blöstu vænar eldtungur úr trukknum og fátt annað að gera en yfirgefa hann í ofboði. Það rétt tókst áður en trukkurinn varð alelda. Aðvífandi ökumenn annarra trukka sem þátt taka í keppninni reyndu að slökkva eldinn en það reyndist ógjörningur. Keppni á trukkum er ekki síður hörð og spennandi í þessari þekktustu þolaakstursrallkeppni heims og þar getur greinilega allt gerst.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent