Peterhansel vann fjórðu dagleið Dakar Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2016 10:16 Sebastian Loeb á fullu gazi í gær. worldcarfans Fyrsta dagleið Dakar rallsins sem ekki vannst af Sebastian Loeb tók hinn reyndi ökumaður Stephane Peterhansel sem unnið hefur Dakar rallið áður 11 sinnum, bæði á mótorhjóli og bíl. Hann skar þó ekki mikið af forystu Loeb, sem var rúmar 5 mínútur, en er nú 4:48. Þessi sigur Peterhansel í gær var hans 66. sigur á dagleið í Dakar rallinu og hans 33. sigur á bíl. Í öðru sæti í gær var liðsfélagi Loeb á Peugeot bíl, Carlos Sainz og var hann aðeins 11 sekúndum á eftir Peterhansel og 16 sekúndum á undan Loeb. Peterhansel var fyrstur á fyrstu þremur tímatökum gærdagsins en á seinni hluta dagleiðarinnar skáru bæði Sainz og Loeb á forystu hans. Við sigur Peterhansel í gær færðist hann úr þriðja í annað sætið í keppninni. Giniel de Villiers tapaði heilum 8 mínútum á forystumennina og féll niður í sjötta sætið samanlagt fyrir vikið. Röð efstu manna er því þessi nú: Loeb, Peterhansel, Al-Attiyah, Paulter, Sainz, de Villiers, Hirvonen, Despres, Brinke og í tíunda sæti er rússinn Vasilyev. Tveir efstu menn aka Peugeot bílum, sem og Saintz í 5. sæti og Depres í 8. sæti. Mini á 3. og 7. sætið og Toyota 4., 6., 9. og 10. sætið. Því eru aðeins þrír bílaframleiðendur sem eiga fremstu 10 bíla. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent
Fyrsta dagleið Dakar rallsins sem ekki vannst af Sebastian Loeb tók hinn reyndi ökumaður Stephane Peterhansel sem unnið hefur Dakar rallið áður 11 sinnum, bæði á mótorhjóli og bíl. Hann skar þó ekki mikið af forystu Loeb, sem var rúmar 5 mínútur, en er nú 4:48. Þessi sigur Peterhansel í gær var hans 66. sigur á dagleið í Dakar rallinu og hans 33. sigur á bíl. Í öðru sæti í gær var liðsfélagi Loeb á Peugeot bíl, Carlos Sainz og var hann aðeins 11 sekúndum á eftir Peterhansel og 16 sekúndum á undan Loeb. Peterhansel var fyrstur á fyrstu þremur tímatökum gærdagsins en á seinni hluta dagleiðarinnar skáru bæði Sainz og Loeb á forystu hans. Við sigur Peterhansel í gær færðist hann úr þriðja í annað sætið í keppninni. Giniel de Villiers tapaði heilum 8 mínútum á forystumennina og féll niður í sjötta sætið samanlagt fyrir vikið. Röð efstu manna er því þessi nú: Loeb, Peterhansel, Al-Attiyah, Paulter, Sainz, de Villiers, Hirvonen, Despres, Brinke og í tíunda sæti er rússinn Vasilyev. Tveir efstu menn aka Peugeot bílum, sem og Saintz í 5. sæti og Depres í 8. sæti. Mini á 3. og 7. sætið og Toyota 4., 6., 9. og 10. sætið. Því eru aðeins þrír bílaframleiðendur sem eiga fremstu 10 bíla.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent