880 hestafla Geländerwagen Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2016 14:27 Breytingafyrirtækið DMC í Þýskalandi hefur breytt þessum Mercedes Benz G-Class, eða Geländerwagen, í ofurbíl með 8 strokka og 880 hestafla vél með tveimur forþjöppum. Breyttan svona bíl kalla þeir hjá DMC “Zeus” en slík breyting er sérstaklega ætluð fyrir þrjár gerðir þessa bíls, G55, G63 og flaggskipið G65 AMG, en hún gengur reyndar raunar fyrir allar gerðir bílsins frá því hann var fyrst smíðaður árið 1979. Flest í yfirbyggingu bílsins er smíðað úr koltrefjum og varadekkshlífin er einnig úr koltrefjum. Hann stendur á 24 tommu felgum úr hertu áli og með Pirelli Scorpion dekk. DMC hefur breytt verulega framenda bílsins og stækkað hjólaskálarnar og viðbótar LED ljós eru á toppi bílsins. DMC hefur verulega átt við 8 strokka vélina í bílnum og sturtar hún öllum sínum 880 hestöflum til alllra hjólanna og ætti þessi fremur þungi bíll að vera ári snarpur fyrir vikið. Að innan hefur mikið verið átt við bílinn og hægt er að fá sætin úr strútsleðri. Kaupendur geta reyndar óskað eftir hverju sem er hjá DMC, en fyrirtækið segist láta drauma hvers og eins ráðast alveg sama hversu villtir þeir eru. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Breytingafyrirtækið DMC í Þýskalandi hefur breytt þessum Mercedes Benz G-Class, eða Geländerwagen, í ofurbíl með 8 strokka og 880 hestafla vél með tveimur forþjöppum. Breyttan svona bíl kalla þeir hjá DMC “Zeus” en slík breyting er sérstaklega ætluð fyrir þrjár gerðir þessa bíls, G55, G63 og flaggskipið G65 AMG, en hún gengur reyndar raunar fyrir allar gerðir bílsins frá því hann var fyrst smíðaður árið 1979. Flest í yfirbyggingu bílsins er smíðað úr koltrefjum og varadekkshlífin er einnig úr koltrefjum. Hann stendur á 24 tommu felgum úr hertu áli og með Pirelli Scorpion dekk. DMC hefur breytt verulega framenda bílsins og stækkað hjólaskálarnar og viðbótar LED ljós eru á toppi bílsins. DMC hefur verulega átt við 8 strokka vélina í bílnum og sturtar hún öllum sínum 880 hestöflum til alllra hjólanna og ætti þessi fremur þungi bíll að vera ári snarpur fyrir vikið. Að innan hefur mikið verið átt við bílinn og hægt er að fá sætin úr strútsleðri. Kaupendur geta reyndar óskað eftir hverju sem er hjá DMC, en fyrirtækið segist láta drauma hvers og eins ráðast alveg sama hversu villtir þeir eru.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent