Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Eftir fimm ára bið féll dómur í Stím-málinu í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir jól. Samkvæmt dómi skal ég sæta 18 mánaða fangelsisvist vegna brota er ku hafa átt sér stað fyrir átta árum í öðrum banka en ég starfaði hjá. Mér er reyndar ókunnugt um að þessi brot hafi átt sér stað, en þau voru ósönnuð með öllu. Ég áfrýjaði dóminum samdægurs til Hæstaréttar og mun líklega þurfa að bíða í eitt og hálft ár eftir málsmeðferð þar. Af lestri dómsins er erfitt að sjá að réttarhald hafi farið fram eða að einhvers konar málsvörn hafi átt sér stað. Í fimm ár hef ég mátt þola símhleranir; upptöku persónulegra gagna; húsrannsókn; mannorðsmissi og skert lífsviðurværi. Að óþörfu og ósekju. Af kynnum mínum af réttarkerfinu hef ég séð sannleikann afbakaðan af opinberum embættismönnum, einskis er látið ófreistað til að treysta eigin tilverugrundvöll og sefa reiði, ímyndaða sem raunverulega. Í mínu tilviki byggðu ákæra og síðar dómur á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda um tilgátu sem mótuð var í upphafi rannsóknar. Engu skipti hvað kom fram við yfirheyrslur, gagnaöflun eða réttarhöld. Í málinu var ákært fyrir umboðssvik. Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.Grímulaus misbeiting ákæruvalds Samkvæmt almennum hegningarlögum er það að bera mann röngum sökum eða halda frá máli gögnum er benda til sýknu, saknæmt athæfi og getur varðað fangelsisvist allt að 16 árum. Slík er ábyrgð opinberra embætta og einstakra starfsmanna þeirra og rétt að benda á það hér, því einhver mun á endanum þurfa að svara fyrir grímulausa misbeitingu ákæruvalds. Ákæruvaldi ber að rannsaka mögulegt saknæmt athæfi til sakfellingar og sýknu til jafns og velta við hverjum steini. Þá er jafnframt mögulega um að ræða brot á ákvæði stjórnarskrárinnar um réttláta og skjóta málsmeðferð frammi fyrir óhlutdrægum dómstóli og jafnframt brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Höfum við vikið til hliðar öllum grunnreglum réttarríkisins er í hlut á tiltekin starfstétt manna og kvenna á Íslandi? Dómsformaður í mínu máli, Símon Sigvaldason, sagði á opinberum vettvangi nokkrum dögum fyrir dómsuppsögu yfir mér og tveimur öðrum, að vitanlega tækju dómar mið af stemningunni í samfélaginu. Orðrétt sagði Símon: „Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Er það svo að túlkun einstakra dómara á stemningunni og persónuleg afstaða þeirra til málefna ráði för? Er þá réttlætisgyðjan ekki blind, heldur alsjáandi og hefur þróað með sér pólitískt nef? Téður dómari reyndist sammála ákæruvaldinu í 99,4% tilfella og sakfelldi, en sýknaði þó í 2 af 304 málum er síðast var athugað. Í kjölfar sýknudóms yfir heilbrigðisstarfsmanni sté ríkissaksóknari fram og lýsti því yfir að ákæruvaldinu og dómstólum, væri vorkunn, málaflokkurinn væri flókinn og eingöngu á færi sérfræðinga að skilja. Á þetta eingöngu við um heilbrigðismál, en ekki fjármál, s.s. afleiðuviðskipti, markaðsáhættu og alþjóðlega reikningsskilastaðla.Niðurstaðan er röng Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það. Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt. Bankamenn hafa í mörgum tilvikum ekki getað eða mátt tjá sig af lagalegum ástæðum, málaflokkurinn er einnig flókinn og á tíðum erfitt að reka mál á opinberum vettvangi. Þannig hefur verið hægt að ala á lægstu hvötum í allri umfjöllun og margir fundið fróun í að úthúða einni stétt í heild sinni. Eru allir pípulagningarmenn fúskarar ef springur einn ofn í stofunni? Og ef allir ofnar í öllum stofum allra landsmanna springa, er þá ekki líklegra að um framleiðslu- eða kerfisgalla sé að ræða? Mér hefur verið bent á að ég megi ekki skrifa svona, því mál mitt sé í áfrýjunarferli og gagnrýni kunni að ala á óvild dómstóla í minn garð. Hver á annars að standa með eigin málstað ef ekki maður sjálfur? Réttarkerfinu hefur fatast áður, sbr. í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og í Hafskipsmálinu. Í báðum tilvikum varð umræðan í kjölfarið á þá lund að slík mannréttindabrot og málsmeðferð mætti aldrei endurtaka í íslensku réttarríki. Erum við á réttri braut nú? Að lokum vil ég óska lesendum gleðilegs nýs árs og velfarnaðar í leik og starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir fimm ára bið féll dómur í Stím-málinu í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir jól. Samkvæmt dómi skal ég sæta 18 mánaða fangelsisvist vegna brota er ku hafa átt sér stað fyrir átta árum í öðrum banka en ég starfaði hjá. Mér er reyndar ókunnugt um að þessi brot hafi átt sér stað, en þau voru ósönnuð með öllu. Ég áfrýjaði dóminum samdægurs til Hæstaréttar og mun líklega þurfa að bíða í eitt og hálft ár eftir málsmeðferð þar. Af lestri dómsins er erfitt að sjá að réttarhald hafi farið fram eða að einhvers konar málsvörn hafi átt sér stað. Í fimm ár hef ég mátt þola símhleranir; upptöku persónulegra gagna; húsrannsókn; mannorðsmissi og skert lífsviðurværi. Að óþörfu og ósekju. Af kynnum mínum af réttarkerfinu hef ég séð sannleikann afbakaðan af opinberum embættismönnum, einskis er látið ófreistað til að treysta eigin tilverugrundvöll og sefa reiði, ímyndaða sem raunverulega. Í mínu tilviki byggðu ákæra og síðar dómur á fyrirfram gefinni niðurstöðu rannsakenda um tilgátu sem mótuð var í upphafi rannsóknar. Engu skipti hvað kom fram við yfirheyrslur, gagnaöflun eða réttarhöld. Í málinu var ákært fyrir umboðssvik. Saksóknari hafnaði framlagningu hins eiginlega og formlega umboðs, sem við höfðum gætt að afla. Það gerði saksóknari með fulltingi dómsúrskurðar sama dómara og dæmdi í málinu, reyndi þannig að halda frá dómi þeim gögnum sem ekki studdu hans tilgátu. Engar sönnur voru færðar á ákæruefnin. Upptökum símtala er sönnuðu sakleysi sakborninga var eytt án þess að verjendur fengju sannreynt innihald þeirra. Til að bíta höfuðið af skömminni byggir saksóknari síðan fyrst og fremst á keyptum framburði uppljóstrara sem sannanlega fór ekki rétt með staðreyndir frammi fyrir dómi.Grímulaus misbeiting ákæruvalds Samkvæmt almennum hegningarlögum er það að bera mann röngum sökum eða halda frá máli gögnum er benda til sýknu, saknæmt athæfi og getur varðað fangelsisvist allt að 16 árum. Slík er ábyrgð opinberra embætta og einstakra starfsmanna þeirra og rétt að benda á það hér, því einhver mun á endanum þurfa að svara fyrir grímulausa misbeitingu ákæruvalds. Ákæruvaldi ber að rannsaka mögulegt saknæmt athæfi til sakfellingar og sýknu til jafns og velta við hverjum steini. Þá er jafnframt mögulega um að ræða brot á ákvæði stjórnarskrárinnar um réttláta og skjóta málsmeðferð frammi fyrir óhlutdrægum dómstóli og jafnframt brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Höfum við vikið til hliðar öllum grunnreglum réttarríkisins er í hlut á tiltekin starfstétt manna og kvenna á Íslandi? Dómsformaður í mínu máli, Símon Sigvaldason, sagði á opinberum vettvangi nokkrum dögum fyrir dómsuppsögu yfir mér og tveimur öðrum, að vitanlega tækju dómar mið af stemningunni í samfélaginu. Orðrétt sagði Símon: „Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Er það svo að túlkun einstakra dómara á stemningunni og persónuleg afstaða þeirra til málefna ráði för? Er þá réttlætisgyðjan ekki blind, heldur alsjáandi og hefur þróað með sér pólitískt nef? Téður dómari reyndist sammála ákæruvaldinu í 99,4% tilfella og sakfelldi, en sýknaði þó í 2 af 304 málum er síðast var athugað. Í kjölfar sýknudóms yfir heilbrigðisstarfsmanni sté ríkissaksóknari fram og lýsti því yfir að ákæruvaldinu og dómstólum, væri vorkunn, málaflokkurinn væri flókinn og eingöngu á færi sérfræðinga að skilja. Á þetta eingöngu við um heilbrigðismál, en ekki fjármál, s.s. afleiðuviðskipti, markaðsáhættu og alþjóðlega reikningsskilastaðla.Niðurstaðan er röng Ég fullyrði að niðurstaðan í Stím-málinu er röng. Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins í sömu aðstæðum aftur. Ég get harmað að hafa borist á öldum bjartsýni fyrir 2008, en mögulega voru fleiri sekir um það. Gjaldið hefi ég greitt og það ríflega. Að ég hafi gerst sekur um afbrot er fráleitt. Bankamenn hafa í mörgum tilvikum ekki getað eða mátt tjá sig af lagalegum ástæðum, málaflokkurinn er einnig flókinn og á tíðum erfitt að reka mál á opinberum vettvangi. Þannig hefur verið hægt að ala á lægstu hvötum í allri umfjöllun og margir fundið fróun í að úthúða einni stétt í heild sinni. Eru allir pípulagningarmenn fúskarar ef springur einn ofn í stofunni? Og ef allir ofnar í öllum stofum allra landsmanna springa, er þá ekki líklegra að um framleiðslu- eða kerfisgalla sé að ræða? Mér hefur verið bent á að ég megi ekki skrifa svona, því mál mitt sé í áfrýjunarferli og gagnrýni kunni að ala á óvild dómstóla í minn garð. Hver á annars að standa með eigin málstað ef ekki maður sjálfur? Réttarkerfinu hefur fatast áður, sbr. í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og í Hafskipsmálinu. Í báðum tilvikum varð umræðan í kjölfarið á þá lund að slík mannréttindabrot og málsmeðferð mætti aldrei endurtaka í íslensku réttarríki. Erum við á réttri braut nú? Að lokum vil ég óska lesendum gleðilegs nýs árs og velfarnaðar í leik og starfi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun