Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins býst við því að Renault vél ársins verði auðveldari í notkun en sú sem notuð var árið 2014, þegar Lotus notaði síðast vélar Renault.
Renault tók yfir Lotus liðið og því mun liðið hætta að nota Mercedes vélar eins og það gerði árið 2015. Renault vélarnar hafa verið gagnrýndar mikið. Sérstaklega af Red Bull liðinu.
Maldonado telur líklegt að vandamálin verði færri í ár og telur að Renault hafi leyst mörg sín stærstu vandamál.
„Ég hef reynslu af Renault, það verður því mjög áhugavert að koma inn í nýtt tímabil með Renault,“ segir Maldonado.
„Auðvitað verður það ekki auðvelt, við þurfum að byggja upp til að ná árangri og Renault hefur allt sem til þarf til að ná á toppinn,“ bætti Maldonado við.
„Við höfum aukna reynslu og við vitum hvar vandamálin liggja, það verður því auðveldara en ella að koma inn í nýtt tímabil með Renault vél,“ sagði Maldonado að lokum.
Maldonado býst við betri Renault vél í ár

Tengdar fréttir

Sainz segir Toro Rosso geta staðið framar Red Bull 2016
Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso liðsins telur að liðið geti staðið framar Red Bull á næsta ári. Toro Rosso mun notast við Ferrari vél en Red Bull Renault vél.

Pastor Maldonado áfram hjá Lotus 2016
Lotus liðið hefur staðfest að Pastor Maldonado haldi sæti sínu hjá liðinu á næsta ári. Enn er óvíst hver verður liðsfélagi hans.

Nasr: Sauber verður allt öðruvísi 2016
Sauber tekur grimmari nálgun við hönnun 2016 bílsins en liðið gerði með bíl síðasta árs. Liðið þarf að taka stórt skref fram á við segir annar ökumanna liðsins, Felipe Nasr.

Haas stefnir á stig í Ástralíu
Guenther Steiner liðsstjóri Haas segir að liðið stefni á að ná í stig í fyrstu keppni tímabilsins. Aðeins örfá ný lið hafa náð í stig í sinni fyrstu keppni.