Vilja bjarga risavöxnum einhyrningi Páls Óskars fyrir dularfullt verkefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2016 11:17 Einhyrningnum glæsilega verður fargað á morgun en Margrét Erla Maack vill koma í veg fyrir það. Vísir/Hanna Rixavaxinn einhyrningur Páls Óskars, gleðigjafa með meiri, vakti gríðarlega athygli í Gleðigöngunni nú um helgina. Til stendur að farga honum á morgun enda þarf að nota vagninn sem hann er byggður utan um í önnur verkefni. Margrét Erla Maack og kollegar hennar eru þó með aðrar hugmyndir og vilja sjá hvort hægt sé að bjarga honum svo nota megi hann í dularfullt verkefni sem er í bígerð. „Við erum að fara af stað með verkefni sem ég get ekki alveg talað um núna en það snýr að barnamenningu og upplifun barna af list,“ segir Margrét Erla Maack í samtali við Vísi. „Það væri frábært að fá þennan vagn inn í þetta verkefni vegna þess að hann hentar alveg ofboðslega vel í það.“Páll Óskar vakti gríðarlega lukku á laugardaginn.Vísir/HannaEinhyrningurinn er festur á vagn og því gæti reynst þrautinni þyngri að taka hann í sundur með góðu móti, auk þess sem að hann er gríðarstór líkt og gestir Gleðigöngunnar urðu vitni að um helgina. Margrét segist hafa rætt við Pál Óskar hvort að það væri gerlegt að taka einhyrninginn af vagninum og svo í minni hluta enda sé vagninn ekki nauðsynlegur fyrir það sem Margrét og kollegar ætla sér að nota einhyrninginn í. Það sé nú í skoðun hjá Páli Óskar og smiðinum sem kom að smíði vagnsins.Sjá einnig: Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólkTakist það er hinsvegar nauðsynlegt að fá geymslupláss undir einhyrninginn enda eitt til tvö ár í að verkefnið sem nýta á einhyrninginn í komist á koppinn. „Þetta er brjáluð hugmynd og við erum að reyna að leysa þetta strax í dag. Okkur langar að bjarga þessu enda eru þetta menningarverðmæti,“ segir Margrét Erla en ljóst er að mikil vinna fór í að setja saman einhyrninginn sem var flókin smíði. Svo flókin að Páll Óskar neyddist til þess að senda út neyðarkall á laugardagsmorgninum svo klára mætti einhyrninginn í tæka tíð fyrir Gleðigönguna. Það tókst þó að lokum með góðri hjálp og vonast Margrét nú til þess að hægt sé að framlengja líf einhyrningsins en það verður þó ekki nema takist að finna geymslurými. „Ef einhver á flugskýli, endilega hafa samband!,“ sagði Margrét Erla að lokum í gamansömum tón. Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07 Neyðarkall frá Páli Óskari: „Hjálp, annars fer þessi trukkur ekki í gönguna“ 6. ágúst 2016 10:24 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Sjá meira
Rixavaxinn einhyrningur Páls Óskars, gleðigjafa með meiri, vakti gríðarlega athygli í Gleðigöngunni nú um helgina. Til stendur að farga honum á morgun enda þarf að nota vagninn sem hann er byggður utan um í önnur verkefni. Margrét Erla Maack og kollegar hennar eru þó með aðrar hugmyndir og vilja sjá hvort hægt sé að bjarga honum svo nota megi hann í dularfullt verkefni sem er í bígerð. „Við erum að fara af stað með verkefni sem ég get ekki alveg talað um núna en það snýr að barnamenningu og upplifun barna af list,“ segir Margrét Erla Maack í samtali við Vísi. „Það væri frábært að fá þennan vagn inn í þetta verkefni vegna þess að hann hentar alveg ofboðslega vel í það.“Páll Óskar vakti gríðarlega lukku á laugardaginn.Vísir/HannaEinhyrningurinn er festur á vagn og því gæti reynst þrautinni þyngri að taka hann í sundur með góðu móti, auk þess sem að hann er gríðarstór líkt og gestir Gleðigöngunnar urðu vitni að um helgina. Margrét segist hafa rætt við Pál Óskar hvort að það væri gerlegt að taka einhyrninginn af vagninum og svo í minni hluta enda sé vagninn ekki nauðsynlegur fyrir það sem Margrét og kollegar ætla sér að nota einhyrninginn í. Það sé nú í skoðun hjá Páli Óskar og smiðinum sem kom að smíði vagnsins.Sjá einnig: Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólkTakist það er hinsvegar nauðsynlegt að fá geymslupláss undir einhyrninginn enda eitt til tvö ár í að verkefnið sem nýta á einhyrninginn í komist á koppinn. „Þetta er brjáluð hugmynd og við erum að reyna að leysa þetta strax í dag. Okkur langar að bjarga þessu enda eru þetta menningarverðmæti,“ segir Margrét Erla en ljóst er að mikil vinna fór í að setja saman einhyrninginn sem var flókin smíði. Svo flókin að Páll Óskar neyddist til þess að senda út neyðarkall á laugardagsmorgninum svo klára mætti einhyrninginn í tæka tíð fyrir Gleðigönguna. Það tókst þó að lokum með góðri hjálp og vonast Margrét nú til þess að hægt sé að framlengja líf einhyrningsins en það verður þó ekki nema takist að finna geymslurými. „Ef einhver á flugskýli, endilega hafa samband!,“ sagði Margrét Erla að lokum í gamansömum tón.
Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07 Neyðarkall frá Páli Óskari: „Hjálp, annars fer þessi trukkur ekki í gönguna“ 6. ágúst 2016 10:24 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Sjá meira
Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42
Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07