Hagnaður Toyota minnkar um 15% Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 15:45 Toyota Prius. Hátt gengi japanska yensins er helsta ástæða minnkandi hagnaðar Toyota á öðrum ársfjórðungi ársins. Hækkun yensins nam 11% á þessum ársfjórðungi frá þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam samt 772 milljörðum króna og verður það að teljast ágætis afrakstur. Það hjálpaði Toyota ekki heldur að miklar framleiðsluraskanir plöguðu fyrirtækið á þessum ársfjórðungi og tapaði Toyota framleiðslu um 80.000 bíla vegna þessara raskana sem orsökuðust af jarðskjálftum og sprengingu í einni stálverksmiðju Toyota. Viðbrögð Toyota við minnkandi hagnaði er fólginn í því að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Nýr Toyota Prius Hybrid var kynntur snemma á árinu í Japan og hefur hann verið söluhæsti bíll Toyota alla mánuði ársins þar í landi. Kynningu Prius bílsins hefur verið frestað í Bandaríkjunum og er ástæðan líklega sú að Bandaríkjamenn eru ekki ýkja ginkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum á meðan verð á eldsneyti er eins lágt og það er nú vestanhafs. Í Bandaríkjunum hefur sala Prius fallið á milli ára um 11% með júlí meðtöldum. Toyota ætlar ekki að kynna nýjan Prius fyrr en einhverntíma í vetur í Bandaríkjunum og vonast líklega til þess að bensínverð hækki í millitíðinni. Lækkað bensínverð hefur einnig haft áhrif á sölu bíla eins og Camry og Corolla vestanhafs, en ágætlega hefur gengið að selja RAV4 og Highlander. Heildarsalan í Bandaríkjunum hefur fallið um 2,5% á árinu, mikilvægasta markaði Toyota, en sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið um 1,3% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Toyota hefur lækkað hagnaðarspá sína um 44% og yrði það minnsti hagnaður Toyota í fjögur ár. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent
Hátt gengi japanska yensins er helsta ástæða minnkandi hagnaðar Toyota á öðrum ársfjórðungi ársins. Hækkun yensins nam 11% á þessum ársfjórðungi frá þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam samt 772 milljörðum króna og verður það að teljast ágætis afrakstur. Það hjálpaði Toyota ekki heldur að miklar framleiðsluraskanir plöguðu fyrirtækið á þessum ársfjórðungi og tapaði Toyota framleiðslu um 80.000 bíla vegna þessara raskana sem orsökuðust af jarðskjálftum og sprengingu í einni stálverksmiðju Toyota. Viðbrögð Toyota við minnkandi hagnaði er fólginn í því að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Nýr Toyota Prius Hybrid var kynntur snemma á árinu í Japan og hefur hann verið söluhæsti bíll Toyota alla mánuði ársins þar í landi. Kynningu Prius bílsins hefur verið frestað í Bandaríkjunum og er ástæðan líklega sú að Bandaríkjamenn eru ekki ýkja ginkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum á meðan verð á eldsneyti er eins lágt og það er nú vestanhafs. Í Bandaríkjunum hefur sala Prius fallið á milli ára um 11% með júlí meðtöldum. Toyota ætlar ekki að kynna nýjan Prius fyrr en einhverntíma í vetur í Bandaríkjunum og vonast líklega til þess að bensínverð hækki í millitíðinni. Lækkað bensínverð hefur einnig haft áhrif á sölu bíla eins og Camry og Corolla vestanhafs, en ágætlega hefur gengið að selja RAV4 og Highlander. Heildarsalan í Bandaríkjunum hefur fallið um 2,5% á árinu, mikilvægasta markaði Toyota, en sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið um 1,3% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Toyota hefur lækkað hagnaðarspá sína um 44% og yrði það minnsti hagnaður Toyota í fjögur ár.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent