Hugvit leyst úr höftum Frosti Ólafsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu sóknarfæri Íslendinga í aukinni framleiðni og hugvitsdrifnum útflutningi. Skilaboðin náðu áheyrn víða og hafa verið til umræðu síðustu ár. Í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út rit undir heitinu „Leiðin að aukinni hagsæld“. Þar er lagt mat á efnahagslega framvindu frá því að McKinsey-skýrslan var gefin út og helstu greiningar hennar uppfærðar. Sterkur hagvöxtur hefur einkennt síðastliðin fjögur ár en ólíkt því sem McKinsey lagði áherslu á má einkum rekja hagvöxtinn til aukins vinnuframlags fremur en vaxandi framleiðni. Með öðrum orðum er verðmætasköpun á hverja vinnustund ekki að aukast.Alþjóðageirinn hefur átt undir högg að sækja McKinsey benti jafnframt á að takmarkað eðli náttúruauðlinda reisi vaxtarmöguleikum þeirra útflutningsgreina sem tilheyra auðlindageiranum skorður, þ.e. ferðaþjónustu, orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi. Því þurfi að efla útflutning sem byggir ekki á beinu aðgengi að náttúruauðlindum heldur marki samkeppnisstöðu sína á hugviti og sérhæfingu. Umrædd fyrirtæki spretta oft á tíðum upp innan auðlindageirans í gegnum vörur og þjónustulausnir sem nýtast fleiri þjóðum en Íslandi. Að mati McKinsey ætti þessi hluti hagkerfisins, sem nefndur var alþjóðageirinn, að standa undir stigvaxandi hlutfalli af útflutningstekjum á komandi áratugum. Aðeins þannig væri unnt að skapa bæði kröftugan og sjálfbæran hagvöxt til margra áratuga. Alþjóðageirinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja og nánast ekkert vaxið frá árinu 2011. Á sama tíma hefur sterkur vöxtur ferðaþjónustunnar knúið hagkerfið áfram og stuðlað að þeim mikla efnahagslega viðsnúningi sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur en til lengri tíma er brýnt að útflutningur byggi á fleiri stoðum. Til að svo megi verða þarf innlent rekstrarumhverfi að standast alþjóðlegan samanburð.Loksins, loksins Höft á fjármagnsflæði og gjaldeyrisviðskipti hafa verið helsti þrándur í götu alþjóðageirans frá hruni bankakerfisins. Alþjóðageirinn óx um 8% á ári yfir það 15 ára tímabil þar sem frjálst flæði fjármagns ríkti en frá því höftum var komið á hefur vöxturinn horfið. Að mati undirritaðs ræður skert aðgengi innlendra nýsköpunarfyrirtækja að erlendum fjárfestum og fjármálamörkuðum þar mestu. Þannig hafa gjaldeyrishöft að miklu leyti staðið í vegi fyrir erlendum samstarfsverkefnum, yfirtökum og annarri viðskiptaþróun. Allt eru þetta grundvallarþættir í þroskaferli þeirra fyrirtækja sem sækja á alþjóðlegan markað með vörur sínar og þjónustu. Í þessu ljósi er frumvarp um losun hafta stórt og tímabært skref fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Heimild innlendra fyrirtækja til beinnar erlendrar fjárfestingar er þar sérstakt fagnaðarefni. Til að tryggja kröftugan útflutningsvöxt til lengri tíma, sem byggir jafnframt á fjölbreyttum grunni, er mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga og að fullt afnám hafta fylgi í náinni framtíð. Samhliða öðrum umbótum í rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja skapast þannig sterkar forsendur fyrir kröftugum og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. Í slíkum áherslum felst leiðin að aukinni hagsæld á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu sóknarfæri Íslendinga í aukinni framleiðni og hugvitsdrifnum útflutningi. Skilaboðin náðu áheyrn víða og hafa verið til umræðu síðustu ár. Í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út rit undir heitinu „Leiðin að aukinni hagsæld“. Þar er lagt mat á efnahagslega framvindu frá því að McKinsey-skýrslan var gefin út og helstu greiningar hennar uppfærðar. Sterkur hagvöxtur hefur einkennt síðastliðin fjögur ár en ólíkt því sem McKinsey lagði áherslu á má einkum rekja hagvöxtinn til aukins vinnuframlags fremur en vaxandi framleiðni. Með öðrum orðum er verðmætasköpun á hverja vinnustund ekki að aukast.Alþjóðageirinn hefur átt undir högg að sækja McKinsey benti jafnframt á að takmarkað eðli náttúruauðlinda reisi vaxtarmöguleikum þeirra útflutningsgreina sem tilheyra auðlindageiranum skorður, þ.e. ferðaþjónustu, orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi. Því þurfi að efla útflutning sem byggir ekki á beinu aðgengi að náttúruauðlindum heldur marki samkeppnisstöðu sína á hugviti og sérhæfingu. Umrædd fyrirtæki spretta oft á tíðum upp innan auðlindageirans í gegnum vörur og þjónustulausnir sem nýtast fleiri þjóðum en Íslandi. Að mati McKinsey ætti þessi hluti hagkerfisins, sem nefndur var alþjóðageirinn, að standa undir stigvaxandi hlutfalli af útflutningstekjum á komandi áratugum. Aðeins þannig væri unnt að skapa bæði kröftugan og sjálfbæran hagvöxt til margra áratuga. Alþjóðageirinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja og nánast ekkert vaxið frá árinu 2011. Á sama tíma hefur sterkur vöxtur ferðaþjónustunnar knúið hagkerfið áfram og stuðlað að þeim mikla efnahagslega viðsnúningi sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur en til lengri tíma er brýnt að útflutningur byggi á fleiri stoðum. Til að svo megi verða þarf innlent rekstrarumhverfi að standast alþjóðlegan samanburð.Loksins, loksins Höft á fjármagnsflæði og gjaldeyrisviðskipti hafa verið helsti þrándur í götu alþjóðageirans frá hruni bankakerfisins. Alþjóðageirinn óx um 8% á ári yfir það 15 ára tímabil þar sem frjálst flæði fjármagns ríkti en frá því höftum var komið á hefur vöxturinn horfið. Að mati undirritaðs ræður skert aðgengi innlendra nýsköpunarfyrirtækja að erlendum fjárfestum og fjármálamörkuðum þar mestu. Þannig hafa gjaldeyrishöft að miklu leyti staðið í vegi fyrir erlendum samstarfsverkefnum, yfirtökum og annarri viðskiptaþróun. Allt eru þetta grundvallarþættir í þroskaferli þeirra fyrirtækja sem sækja á alþjóðlegan markað með vörur sínar og þjónustu. Í þessu ljósi er frumvarp um losun hafta stórt og tímabært skref fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Heimild innlendra fyrirtækja til beinnar erlendrar fjárfestingar er þar sérstakt fagnaðarefni. Til að tryggja kröftugan útflutningsvöxt til lengri tíma, sem byggir jafnframt á fjölbreyttum grunni, er mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga og að fullt afnám hafta fylgi í náinni framtíð. Samhliða öðrum umbótum í rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja skapast þannig sterkar forsendur fyrir kröftugum og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. Í slíkum áherslum felst leiðin að aukinni hagsæld á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun