Dvelur ekki lengi við skoðanakannanir Nadine Yaghi skrifar 18. júní 2016 08:00 "Við erum auðvitað í þessu alla leið,“ segir Margrét Sjöfn Torp, eiginkona forsetaframbjóðandans Andra Snæs Magnasonar. Vísir/Anton Ég er að vissu leyti í forsetaframboði líka,“ segir Margrét Sjöfn Torp, hjúkrunarfræðingur og eiginkona Andra Snæs Magnasonar forsetaframbjóðenda. „Við Andri erum saman í þessu alla leið. Við höfum verið miklir samstarfsaðilar í gegn um tíðina og hef ég til dæmis verið hans helsti yfirlesari og gagnrýnandi.“ Margrét Sjöfn er fædd í Reykjavík árið 1973. Hún flutti aðeins þriggja ára gömul til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni og bjó þar í sjö ár. Hún flutti aftur til Íslands 1983 og hefur búið hér á landi allar götur síðan. Hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1993 og hóf þá nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Margrét hefur starfað á Landspítalanum í nítján ár. Á spítalanum starfar Margrét nú sem verkefnastjóri og segist elska vinnuna.Grætur með fólki „Ég hef lært svo margt á því að vinna á spítalanum. Sem verkefnastjóri vinn ég við það að bæta gæði og þjónustu á spítalanum. Það geri ég með því að fara yfir vinnulag og útbúa fræðsluefni fyrir sjúklinga í samvinnu við deildir spítalans. Á sumrin fer ég svo inn á deild til að halda mér við og vera í tengslum við sjúklingana.“ Hún segir að starfið geti stundum verið erfitt en á sama tíma sé það svo yndislegt. „Maður verður að beita ákveðinni fagmennsku en maður grætur líka alveg með fólki. Mér finnst mikilvægt að maður leyfi sér að finna til með fólki og sýni fólki sem kannski hefur misst ástvin 100 prósent samkennd.“ Margrét segir starfið hafa gefið sér mikið. „Bara það að mæta fólki í allskyns aðstæðum er mér dýrmæt reynsla.“Vísir/AntonVill ekki hætta að vinna Sem maki forseta sér Margrét ekki endilega fyrir sér að hún muni hætta að vinna á Landspítalanum. „Ég held að ég muni áfram vinna á spítalanum þó að Andri verði forseti. Ég held að sem maki forseta þurfi maður ekki alltaf að vera staðsettur á Bessastöðum,“ segir hún og bætir við að henni þyki mikilvægt að fjölskyldan haldi áfram ákveðinni raunveruleikatengingu verði Andri kjörinn. Margét segir fólk oft spyrja sig hvaðan nafnið Torp kemur, en faðir Margrétar er hálf færeyskur og hálf danskur og móðir hennar íslensk. „Þannig er ég blanda af þremur Norðurlöndum. Ég skilgreini mig alltaf sem hálf danska enda ólst ég upp þar að hluta og tala dönsku eins og innfædd. Ég er nú samt mest íslensk.“ Margrét og Andri kynntust þegar þau unnu saman í garðyrkjudeildinni hjá Rafmagnsveitunni, aðeins 18 ára gömul. Í júní hafa þau því verið saman í 25 ár. „Við höfum alla tíð stutt hvort annað í því sem við gerum. Við erum lík að því leyti að okkur finnst gaman að fólki og sé ég því fyrir mér að starfið á Bessastöðum verði ekki endilega mjög ólíkt því sem við höfum verið að gera síðustu ár. Við höfum tekið á móti alls konar fólki hingað heim,“ segir Margrét og nefnir dæmi um þekktan japanskan tónlistarmann sem kíkti í heimsókn til þeirra hjóna á dögunum, en hann hafði haft samband við Andra eftir að hann las bókina Draumalandið. Margréti finnst síðustu mánuðir hafa einkennst af skemmtun og spennu. Hún segir ákvörðunina um framboðið hafa verið það erfiðasta en eftir það tók ekkert nema skemmtun við. „Erfiðast var að stíga fram. Eftir að ákvörðunin var tekin hefur þetta verið mikið ævintýri og við erum búin að hitta fjöldann allan af góðu fólki um allt land. Mér þykir líka svo vænt um það þegar fólk kemur upp að okkur til að heilsa.“ Hún útskýrir að síðustu mánuðir hafi kannski ekki verið svo frábrugðnir því sem fjölskyldan er vön enda hafi Andri alltaf verið frekar þekktur á Íslandi. „Það er helst að við bætast áhyggjur hjá mér yfir því hvort Andri sé búinn að greiða sér á morgnana eða að hann sé í götóttum sokkum. En hann er allur að koma til,“ segir Margrét og hlær, en hún segir Andra stundum geta verið svolítið utan við sig. „Hann á það nú til en ég er mjög jarðbundin og þannig virkum við mjög vel sem teymi.“Krakkarnir vanir athyglinni Saman eiga Margrét og Andri fjögur börn á aldrinum átta ára til nítján. En hvernig finnst börnunum að pabbi þeirra sé í framboði til forseta? „Krakkarnir eru vanir athyglinni en Andri hefur verið þekktur lengi,“ segir Margrét og nefnir dæmi um það þegar fjölskyldan fer saman í miðbæinn á Þorláksmessu þá komist þau hægt yfir því svo margir komi að heilsa upp á Andra. „Við höfum reynt að halda fjölskyldulífinu sem eðlilegustu en ég get alveg viðurkennt það að við fáum engin foreldraverðlaun fyrir síðustu mánuðina. Við eigum hins vegar bæði rosalega gott bakland sem hefur hjálpað okkur mikið.“ Fjölskyldulífið segir hún vera gott. Fjölskyldan er dugleg að ferðast saman og líka þau Andri tvö. „Mér þykir mikilvægt fyrir okkur sem eina stóra einingu að fara saman, hvort sem það er sumarbústaður eða fjallganga, og stilla saman strengi. Þannig verðum við öll góðir vinir og þannig líður okkur vel.“ Margrét segir að skoðanakannanir síðustu daga hafi ekki truflað sig og að þau Andri séu enn í framboði til að sigra. Í þessu alla leið „Við erum í þessu alla leið og ég dvel aldrei lengi við skoðanakannanir. Það væri skemmtilegra ef maður væri ekki alltaf að ganga brekkuna uppi í mót en við erum nú vön fjallgöngum,“ segir hún og hlær. Margrét er handviss um að Andri verði góður forseti og þjóðinni til sóma. „Andri hefur alltaf hugsað fram á við og viljað hag Íslands sem mestan. Hann er svo ótrúlega skemmtilegur og klár og hefur ástríðu fyrir því sem hann gerir,“ segir hún og nefnir dæmi um það þegar hann var að skrifa Draumalandið. „Þá tókum við handritið með okkur upp á fæðingardeild og ég las yfir fyrir hann á milli hríða. Ákafinn var svo mikill að klára bókina. Þessi saga lýsir okkur vel.“ Að lokum segist Margrét vonast til að Íslendingar mæti á kjörstað og kjósi með þeim gildum sem við viljum standa fyrir sem þjóð. Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Ég er að vissu leyti í forsetaframboði líka,“ segir Margrét Sjöfn Torp, hjúkrunarfræðingur og eiginkona Andra Snæs Magnasonar forsetaframbjóðenda. „Við Andri erum saman í þessu alla leið. Við höfum verið miklir samstarfsaðilar í gegn um tíðina og hef ég til dæmis verið hans helsti yfirlesari og gagnrýnandi.“ Margrét Sjöfn er fædd í Reykjavík árið 1973. Hún flutti aðeins þriggja ára gömul til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni og bjó þar í sjö ár. Hún flutti aftur til Íslands 1983 og hefur búið hér á landi allar götur síðan. Hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1993 og hóf þá nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Margrét hefur starfað á Landspítalanum í nítján ár. Á spítalanum starfar Margrét nú sem verkefnastjóri og segist elska vinnuna.Grætur með fólki „Ég hef lært svo margt á því að vinna á spítalanum. Sem verkefnastjóri vinn ég við það að bæta gæði og þjónustu á spítalanum. Það geri ég með því að fara yfir vinnulag og útbúa fræðsluefni fyrir sjúklinga í samvinnu við deildir spítalans. Á sumrin fer ég svo inn á deild til að halda mér við og vera í tengslum við sjúklingana.“ Hún segir að starfið geti stundum verið erfitt en á sama tíma sé það svo yndislegt. „Maður verður að beita ákveðinni fagmennsku en maður grætur líka alveg með fólki. Mér finnst mikilvægt að maður leyfi sér að finna til með fólki og sýni fólki sem kannski hefur misst ástvin 100 prósent samkennd.“ Margrét segir starfið hafa gefið sér mikið. „Bara það að mæta fólki í allskyns aðstæðum er mér dýrmæt reynsla.“Vísir/AntonVill ekki hætta að vinna Sem maki forseta sér Margrét ekki endilega fyrir sér að hún muni hætta að vinna á Landspítalanum. „Ég held að ég muni áfram vinna á spítalanum þó að Andri verði forseti. Ég held að sem maki forseta þurfi maður ekki alltaf að vera staðsettur á Bessastöðum,“ segir hún og bætir við að henni þyki mikilvægt að fjölskyldan haldi áfram ákveðinni raunveruleikatengingu verði Andri kjörinn. Margét segir fólk oft spyrja sig hvaðan nafnið Torp kemur, en faðir Margrétar er hálf færeyskur og hálf danskur og móðir hennar íslensk. „Þannig er ég blanda af þremur Norðurlöndum. Ég skilgreini mig alltaf sem hálf danska enda ólst ég upp þar að hluta og tala dönsku eins og innfædd. Ég er nú samt mest íslensk.“ Margrét og Andri kynntust þegar þau unnu saman í garðyrkjudeildinni hjá Rafmagnsveitunni, aðeins 18 ára gömul. Í júní hafa þau því verið saman í 25 ár. „Við höfum alla tíð stutt hvort annað í því sem við gerum. Við erum lík að því leyti að okkur finnst gaman að fólki og sé ég því fyrir mér að starfið á Bessastöðum verði ekki endilega mjög ólíkt því sem við höfum verið að gera síðustu ár. Við höfum tekið á móti alls konar fólki hingað heim,“ segir Margrét og nefnir dæmi um þekktan japanskan tónlistarmann sem kíkti í heimsókn til þeirra hjóna á dögunum, en hann hafði haft samband við Andra eftir að hann las bókina Draumalandið. Margréti finnst síðustu mánuðir hafa einkennst af skemmtun og spennu. Hún segir ákvörðunina um framboðið hafa verið það erfiðasta en eftir það tók ekkert nema skemmtun við. „Erfiðast var að stíga fram. Eftir að ákvörðunin var tekin hefur þetta verið mikið ævintýri og við erum búin að hitta fjöldann allan af góðu fólki um allt land. Mér þykir líka svo vænt um það þegar fólk kemur upp að okkur til að heilsa.“ Hún útskýrir að síðustu mánuðir hafi kannski ekki verið svo frábrugðnir því sem fjölskyldan er vön enda hafi Andri alltaf verið frekar þekktur á Íslandi. „Það er helst að við bætast áhyggjur hjá mér yfir því hvort Andri sé búinn að greiða sér á morgnana eða að hann sé í götóttum sokkum. En hann er allur að koma til,“ segir Margrét og hlær, en hún segir Andra stundum geta verið svolítið utan við sig. „Hann á það nú til en ég er mjög jarðbundin og þannig virkum við mjög vel sem teymi.“Krakkarnir vanir athyglinni Saman eiga Margrét og Andri fjögur börn á aldrinum átta ára til nítján. En hvernig finnst börnunum að pabbi þeirra sé í framboði til forseta? „Krakkarnir eru vanir athyglinni en Andri hefur verið þekktur lengi,“ segir Margrét og nefnir dæmi um það þegar fjölskyldan fer saman í miðbæinn á Þorláksmessu þá komist þau hægt yfir því svo margir komi að heilsa upp á Andra. „Við höfum reynt að halda fjölskyldulífinu sem eðlilegustu en ég get alveg viðurkennt það að við fáum engin foreldraverðlaun fyrir síðustu mánuðina. Við eigum hins vegar bæði rosalega gott bakland sem hefur hjálpað okkur mikið.“ Fjölskyldulífið segir hún vera gott. Fjölskyldan er dugleg að ferðast saman og líka þau Andri tvö. „Mér þykir mikilvægt fyrir okkur sem eina stóra einingu að fara saman, hvort sem það er sumarbústaður eða fjallganga, og stilla saman strengi. Þannig verðum við öll góðir vinir og þannig líður okkur vel.“ Margrét segir að skoðanakannanir síðustu daga hafi ekki truflað sig og að þau Andri séu enn í framboði til að sigra. Í þessu alla leið „Við erum í þessu alla leið og ég dvel aldrei lengi við skoðanakannanir. Það væri skemmtilegra ef maður væri ekki alltaf að ganga brekkuna uppi í mót en við erum nú vön fjallgöngum,“ segir hún og hlær. Margrét er handviss um að Andri verði góður forseti og þjóðinni til sóma. „Andri hefur alltaf hugsað fram á við og viljað hag Íslands sem mestan. Hann er svo ótrúlega skemmtilegur og klár og hefur ástríðu fyrir því sem hann gerir,“ segir hún og nefnir dæmi um það þegar hann var að skrifa Draumalandið. „Þá tókum við handritið með okkur upp á fæðingardeild og ég las yfir fyrir hann á milli hríða. Ákafinn var svo mikill að klára bókina. Þessi saga lýsir okkur vel.“ Að lokum segist Margrét vonast til að Íslendingar mæti á kjörstað og kjósi með þeim gildum sem við viljum standa fyrir sem þjóð.
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira