Eigandi Gullsmiðjunnar um ránið: „Þetta var mjög ógnvekjandi“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. febrúar 2016 13:45 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm „Ég þarf að horfa upp eftir hendinni þar sem ég sé að hann er með exi,“ sagði Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Gullsmiðjunnar, um rán í versluninni síðastliðið haust þegar hún bar vitni í máli gegn þremur körlum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. „Þetta var mjög ógnvekjandi. Hann ýtir í hendina á mér og segir mér að leggjast.“ Guðrún segir að hún hafi séð í öryggismyndavél að lágvaxinn maður væri fram í búðinni að brjóta sér leið að skartgripum. „Það er smá glufa og mér finnst ég geta hlaupið út, sem ég geri,“ sagði hún. Fyrst ætlaði hún að hlaupa inn á fasteignasölu í nágrenninu, en þar voru allir farnir. Hún fór þá inn í stigagang og hringir öllum bjöllum, því næst ætlar að hún að reyna að stoppa bíl, en fer svo aftur inn í annan stigagang og reynir að sækja hjálp. Á þessum tíma hafi hún heyrt bíl aka burt með ofsalegum hætti og hún sér grímuklæddu mennina bruna í burtu.Sjá einnig: Segir skartgriparánið hafa verið „skyndiákvörðun“Hafði séð hann áður í búðinni Þegar hann er að öskra í annað sinni og skipaði henni að leggjast þá hafi teygst á lambhúshettunni og hún hafi séð andlit hans og þekkt hann. „Hann kom í búðina á föstudeginum 22. september,“ sagði hún. „Hann var alveg 10-11 mínútur inn í búðinni.“ Guðrún sagðist vera 100 prósent viss um að hún hafi séð sama manninn í búðinni þann dag og í ráninu. „Ég þekkti augun, ég þekkti augabrúnirnar og hárið.“ Guðrún segir að einu skilaboðin sem hún hafi fengið frá grímuklædda manninum hafi verið að hún ætti að leggjast í gólfið. „Hann ýtti aðeins við mér til að ítreka „niður“,“ segir hún aðspurð um hvort henni hafi verið hótað.Fékk áfallahjálp í kjölfar ránsins Eftir atvikið hefur Guðrún þurft að leita sér aðstoðar eftir ránið. „Ég fékk áfallahjálp,“ segir hún og bætti við að hún hefði haft gott af því. „Það koma ágætir kaflar á milli og svo koma bara kaflar þar sem er erfitt að hafa lent í þessu,“ segir hún. Búðin er áfram í rekstri en atvikið hefur haft áhrif á hennar daglegu störf í búðinni. „Ég er mjög oft með læst.“ „Ég tók myndir af öllu og gat nánast gat sagt hvað verðmætið var mikið,“ sagði hún. „Í ráninu þá var það 1.950 þúsund og í innbrotinu var það eitthvað um 1.100 þúsund.“ Skartgripina hefur hún fengið bætta en ekki skemmdir sem unnar voru í versluninni í ráninu. Guðrún sagði að Axel hafi elt sig úr versluninni. „Svo lemur hann, það sést í myndavélinni, þegar hann er að elta mig lemur hann exinni í afgreiðsluborðið,“ svaraði hún verjanda Axels um hvort hann hafi elt hana úr versluninni. Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00 Segir skartgriparánið hafa verið „skyndiákvörðun“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir skartgriparán í Hafnarfirði síðastliðið haust fer fram í dag. 29. febrúar 2016 12:22 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
„Ég þarf að horfa upp eftir hendinni þar sem ég sé að hann er með exi,“ sagði Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Gullsmiðjunnar, um rán í versluninni síðastliðið haust þegar hún bar vitni í máli gegn þremur körlum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. „Þetta var mjög ógnvekjandi. Hann ýtir í hendina á mér og segir mér að leggjast.“ Guðrún segir að hún hafi séð í öryggismyndavél að lágvaxinn maður væri fram í búðinni að brjóta sér leið að skartgripum. „Það er smá glufa og mér finnst ég geta hlaupið út, sem ég geri,“ sagði hún. Fyrst ætlaði hún að hlaupa inn á fasteignasölu í nágrenninu, en þar voru allir farnir. Hún fór þá inn í stigagang og hringir öllum bjöllum, því næst ætlar að hún að reyna að stoppa bíl, en fer svo aftur inn í annan stigagang og reynir að sækja hjálp. Á þessum tíma hafi hún heyrt bíl aka burt með ofsalegum hætti og hún sér grímuklæddu mennina bruna í burtu.Sjá einnig: Segir skartgriparánið hafa verið „skyndiákvörðun“Hafði séð hann áður í búðinni Þegar hann er að öskra í annað sinni og skipaði henni að leggjast þá hafi teygst á lambhúshettunni og hún hafi séð andlit hans og þekkt hann. „Hann kom í búðina á föstudeginum 22. september,“ sagði hún. „Hann var alveg 10-11 mínútur inn í búðinni.“ Guðrún sagðist vera 100 prósent viss um að hún hafi séð sama manninn í búðinni þann dag og í ráninu. „Ég þekkti augun, ég þekkti augabrúnirnar og hárið.“ Guðrún segir að einu skilaboðin sem hún hafi fengið frá grímuklædda manninum hafi verið að hún ætti að leggjast í gólfið. „Hann ýtti aðeins við mér til að ítreka „niður“,“ segir hún aðspurð um hvort henni hafi verið hótað.Fékk áfallahjálp í kjölfar ránsins Eftir atvikið hefur Guðrún þurft að leita sér aðstoðar eftir ránið. „Ég fékk áfallahjálp,“ segir hún og bætti við að hún hefði haft gott af því. „Það koma ágætir kaflar á milli og svo koma bara kaflar þar sem er erfitt að hafa lent í þessu,“ segir hún. Búðin er áfram í rekstri en atvikið hefur haft áhrif á hennar daglegu störf í búðinni. „Ég er mjög oft með læst.“ „Ég tók myndir af öllu og gat nánast gat sagt hvað verðmætið var mikið,“ sagði hún. „Í ráninu þá var það 1.950 þúsund og í innbrotinu var það eitthvað um 1.100 þúsund.“ Skartgripina hefur hún fengið bætta en ekki skemmdir sem unnar voru í versluninni í ráninu. Guðrún sagði að Axel hafi elt sig úr versluninni. „Svo lemur hann, það sést í myndavélinni, þegar hann er að elta mig lemur hann exinni í afgreiðsluborðið,“ svaraði hún verjanda Axels um hvort hann hafi elt hana úr versluninni.
Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00 Segir skartgriparánið hafa verið „skyndiákvörðun“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir skartgriparán í Hafnarfirði síðastliðið haust fer fram í dag. 29. febrúar 2016 12:22 Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30
Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00
Segir skartgriparánið hafa verið „skyndiákvörðun“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir skartgriparán í Hafnarfirði síðastliðið haust fer fram í dag. 29. febrúar 2016 12:22
Lögregla biðlar til almennings: Ofsaakstur og árekstur eftir hrottalegt skartgriparán í Lækjargötu Tjónið hleypur á milljónum en starfsmaður á sextugsaldri flúði grímuklædda ræningja vopnaða exi. Einn var handtekinn í gærkvöldi eftir að hafa skotið af stuttu færi á lögreglumenn úr loftbyssu. 23. október 2015 11:15
Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29