Háir vextir og verðbólga - myntráð er lausnin Sturla Rafn Guðmundsson skrifar 27. október 2016 10:52 Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar