Fleiri þurfa leiðréttingu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2016 07:00 Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé, en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðréttingar. Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opinbera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undanförnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða. Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.Fagna breytingum fjármálaráðherra Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt. BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir hentugleika. En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar lagasetningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stéttunum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé, en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðréttingar. Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opinbera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undanförnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða. Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.Fagna breytingum fjármálaráðherra Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt. BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir hentugleika. En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar lagasetningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stéttunum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun