Falinn fjársjóður Ívar Halldórsson skrifar 7. janúar 2016 07:15 Við eigum til að vera of fljót að dæma fólk eftir útliti. Við gefum aðlaðandi persónum óskipta athygli án umhugsunar, á meðan annað fólk sem fellur ekki umsvifalaust í kramið, ratar beint í blindpunktinn okkar. Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá. Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn. Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla. Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum. Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku". Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu. Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum til að vera of fljót að dæma fólk eftir útliti. Við gefum aðlaðandi persónum óskipta athygli án umhugsunar, á meðan annað fólk sem fellur ekki umsvifalaust í kramið, ratar beint í blindpunktinn okkar. Fjársjóðir finnast sjaldnast á víðavangi - maður þarf að gefa sér tíma til að seilast undir yfirborðið ef maður ætlar að finna þá. Ég hef því miður oft farið á mis við að kynnast frábærum persónum vegna kjánalegra fordóma af minni hálfu. Ég tel mig þó hafa þroskast og hef sem betur fer staðið sjálfan mig að verki; áttað mig á því að örstutt forskoðun á persónu segir afskaplega lítið um innræti eða hjarta hennar - þar sem fjársjóður hennar er falinn. Ég hef, eins og vonandi margir aðrir, komist að þeirri persónulegu niðurstöðu að útlit er ofmetið og er í raun algjört aukaatriði. En því miður bíta margar góðar persónur í súrt eplið vegna einhvers sem rekja má til smávægilegra eða stórkostlegra útlitsgalla. Þegar einhver færir mér gjöf (það kemur nú stundum fyrir), heillast ég af umbúðarpappírnum og pakkaborðanum. Ég læt mér þó ekki nægja að dást að pakkanum. Ég er alltaf spenntur að sjá hvað leynist undir fögrum umbúðunum. Ég hef þó einnig fengið skelfilega illa innpakkaðir gjafir frá börnunum mínum. En þegar ég hef tekið við slíkum gjöfum frá þeim veit ég að mikil vinna og vandvirkni hefur farið í verkið - þótt fagmennskan hafi ekki verið upp á marga fiska. Ég er hins vegar ákafari að opna þessar gjafir. Ég veit að undir klúðurslega krumpuðum umbúðunum leynist eitthvað einlægt og fallegt. Falinn fjársjóður slíkra pakka er mér dýrmætari en gjöfin frá „Fíu frænku". Ókunnugu fólki má líkja við óopnaða pakka. Þá geyma oft "krumpuðustu" pakkarnir fallegasta fjársjóðinn. Þegar allt kemur til alls skipta umbúðirnar mig litlu máli enda hendi ég þeim yfirleitt strax, og er reyndar búinn að gleyma útliti pakkans um leið og innihaldið hefur litið dagsins ljós. Til þessa dags hefur mér ekki verið færður pakki með ítarlegri innihaldslýsingu. Ég hef alltaf þurft að klóra mig í gegnum pappírinn til að átta mig á innihaldinu. Á nýju ári ætla ég leggja mig fram um að forðast þá algengu gryfju, að dæma innihaldið út frá umbúðunum. Ég ætla að gefa mér tíma til að fjarlægja pappírinn, plokka burtu límbandið - og finna þann dýrmæta fjársjóð sem samferðafólk mitt hefur að geyma.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar