Aukin áfengisneysla Helga María Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 00:00 Staðreyndin er einföld, því meira aðgengi, þeim mun meiri neysla. Þessa staðhæfingu er einfalt að sanna. Sem dæmi er það ekki að ástæðulausu að matvöruverslanir hafa sælgæti alveg við búðarkassana. Þarna fara allir fram hjá sem eiga leið inn í verslunina og er sælgætið selt í stykkjatali sem gerir það auðveldara fyrir fólk að láta undan freistingunni. Með því að hafa sælgætið aðgengilegt þá eru auknar líkur á sölu. Það sama á við um áfengi. Án þess að áfengir drykkir hafi verið leyfðir í matvöruverslunum þá hefur áfengisneysla aukist töluvert frá árinu 1980. Árið 1980 voru seldir 11,4 lítrar af áfengum drykkjum á hvern íbúa, en árið 2007 voru seldir 79,7 lítrar á hvern íbúa. Salan á áfengi mun að öllum líkindum magnast enn meira við aukið aðgengi. Aukin sala á áfengi þýðir aukna neyslu. Aukin neysla á áfengi er almenningi ekki í hag.Kostir og ókostir Í greinargerð frumvarpsins eru nefndir nokkrir kostir við að afnema einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis. Þar er nefnt að almenningur þarf ekki að ferðast jafn langt til þess að nálgast veigarnar, sem getur verið kostnaðarsamt. Einnig að dýrt sé að dreifa áfengi um landsbyggðina og að verslunarhúsnæði verði betur nýtt. En ókostirnir? Peningar eiga ekki að vera í umræðunni þegar talað er um kosti og ókosti áfengisneyslu. Þeir eru aukaatriði. Áfengisneysla er áhættuþáttur í nánast öllum sjúkdómum og heilsufarskvillum. Áfengisneysla hefur gríðarlega slæm áhrif á taugakerfið, hjarta- og æðakerfið, meltingarkerfið og innkirtlakerfið svo eitthvað sé nefnt. Áfengi er vímuefni og mikil áfengisneysla er mjög skaðleg bæði á líkama og sál. Þetta vitum við. Við kaupum ekki betri heilsu.Hvað erum við að gera rétt? Ísland er hluti af alþjóðlegu rannso´kninni The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD). Samkvæmt niðurstöðum rannso´knarinnar fra´ a´rinu 2011 sagðist tæplega fjórðungur ungmenna hafa orðið drukkinn á ævinni eða 23% drengja og 24% stúlkna. Þetta var lægsta hlutfallið af þeim 18 löndum sem tóku þátt í rannsókninni. Meðaltalið hjá hinum þátttökulöndum í rannsókninni var 50,7% hjá drengjum og 49,3% hjá stúlkum eða um helmingslíkur. Ein af aðalástæðum þess hve unglingadrykkja er lítil á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd er sú, að hér á landi þurfa ungmenni að ná tuttugu ára aldri til þess að mega kaupa og neyta áfengis, en í flestum öðrum Evrópulöndum þarf aðeins að ná átján ára aldri. Með því að minnka aðgengi að áfengi fyrir ungmenni er stuðlað að því að dregið sé úr neyslunni. Það á ekki að finna leiðir til þess að auka áfengisneyslu heldur til að draga úr henni.HeimildirEuropean Monitoring Centre for Drugs and Drud Addiction (2011). The 2011 ESPAD Report. Sótt 29. janúar af http://www.espad.org/Uploads/ESPAD_reports/2011/The_2011_ESPAD_Report_FULL_2012_10_29.pdfHagstofan. Áfengisneysla 1980-2007. Sótt 31. janúar af http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__heilbrigdismal__lifsvenjur_heilsa__afengiogreyk/VIS05120.px/?rxid=4e5794bb-793d-413c-8b88-0494cab0b630 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Staðreyndin er einföld, því meira aðgengi, þeim mun meiri neysla. Þessa staðhæfingu er einfalt að sanna. Sem dæmi er það ekki að ástæðulausu að matvöruverslanir hafa sælgæti alveg við búðarkassana. Þarna fara allir fram hjá sem eiga leið inn í verslunina og er sælgætið selt í stykkjatali sem gerir það auðveldara fyrir fólk að láta undan freistingunni. Með því að hafa sælgætið aðgengilegt þá eru auknar líkur á sölu. Það sama á við um áfengi. Án þess að áfengir drykkir hafi verið leyfðir í matvöruverslunum þá hefur áfengisneysla aukist töluvert frá árinu 1980. Árið 1980 voru seldir 11,4 lítrar af áfengum drykkjum á hvern íbúa, en árið 2007 voru seldir 79,7 lítrar á hvern íbúa. Salan á áfengi mun að öllum líkindum magnast enn meira við aukið aðgengi. Aukin sala á áfengi þýðir aukna neyslu. Aukin neysla á áfengi er almenningi ekki í hag.Kostir og ókostir Í greinargerð frumvarpsins eru nefndir nokkrir kostir við að afnema einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis. Þar er nefnt að almenningur þarf ekki að ferðast jafn langt til þess að nálgast veigarnar, sem getur verið kostnaðarsamt. Einnig að dýrt sé að dreifa áfengi um landsbyggðina og að verslunarhúsnæði verði betur nýtt. En ókostirnir? Peningar eiga ekki að vera í umræðunni þegar talað er um kosti og ókosti áfengisneyslu. Þeir eru aukaatriði. Áfengisneysla er áhættuþáttur í nánast öllum sjúkdómum og heilsufarskvillum. Áfengisneysla hefur gríðarlega slæm áhrif á taugakerfið, hjarta- og æðakerfið, meltingarkerfið og innkirtlakerfið svo eitthvað sé nefnt. Áfengi er vímuefni og mikil áfengisneysla er mjög skaðleg bæði á líkama og sál. Þetta vitum við. Við kaupum ekki betri heilsu.Hvað erum við að gera rétt? Ísland er hluti af alþjóðlegu rannso´kninni The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD). Samkvæmt niðurstöðum rannso´knarinnar fra´ a´rinu 2011 sagðist tæplega fjórðungur ungmenna hafa orðið drukkinn á ævinni eða 23% drengja og 24% stúlkna. Þetta var lægsta hlutfallið af þeim 18 löndum sem tóku þátt í rannsókninni. Meðaltalið hjá hinum þátttökulöndum í rannsókninni var 50,7% hjá drengjum og 49,3% hjá stúlkum eða um helmingslíkur. Ein af aðalástæðum þess hve unglingadrykkja er lítil á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd er sú, að hér á landi þurfa ungmenni að ná tuttugu ára aldri til þess að mega kaupa og neyta áfengis, en í flestum öðrum Evrópulöndum þarf aðeins að ná átján ára aldri. Með því að minnka aðgengi að áfengi fyrir ungmenni er stuðlað að því að dregið sé úr neyslunni. Það á ekki að finna leiðir til þess að auka áfengisneyslu heldur til að draga úr henni.HeimildirEuropean Monitoring Centre for Drugs and Drud Addiction (2011). The 2011 ESPAD Report. Sótt 29. janúar af http://www.espad.org/Uploads/ESPAD_reports/2011/The_2011_ESPAD_Report_FULL_2012_10_29.pdfHagstofan. Áfengisneysla 1980-2007. Sótt 31. janúar af http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__heilbrigdismal__lifsvenjur_heilsa__afengiogreyk/VIS05120.px/?rxid=4e5794bb-793d-413c-8b88-0494cab0b630
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun