Ég og stjórnmálin Ína Owen Valsdóttir skrifar 29. september 2016 07:00 Ég hef haft áhuga á stjórnmálum í mörg ár eða síðan að ég var formaður hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Ég hef áhuga á að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Í 29. grein í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þátttöku í stjórn-málum og opinberu lífi. Fólk með þroskahömlun hefur hingað til ekki tekið mikinn þátt í stjórnmálum og mér vitandi hefur manneskja með þroskahömlun aldrei setið á þingi. Við þurfum því að berjast fyrir því. Við þurfum að geta haft áhrif á málefni fatlaðs fólks á þingi. Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka manneskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir uppi á vegg. Það þarf því að laga margt. Svo má huga að því að hlusta á það sem við höfum að segja um okkar líf. Það væri áhugavert ef manneskja með þroskahömlun fengi tækifæri til að fara í starfsþjálfun á Alþingi. Og talandi um Alþingishúsið þá þarf að laga margt þar. Fólk sem notar hjólastól á til dæmis erfitt með að komast þar um. Ég fór í heimsókn með sendiherrunum í þinghúsið í Berlín. Þar var aðgengið mjög gott. Þar var ræðupúltið til dæmis þannig að allir geta notað það, líka fólk sem notar hjólastól. Þar voru líka brautir og lyftur. Alþingi Íslendinga mætti taka sér þetta til fyrirmyndar. Í 29. grein Samningsins kemur fram að allar upplýsingar í sambandi við kosningar eigi að vera á auðskildu máli. Kjörseðlar og kosningablöð þurfa til dæmis að vera þannig að allir skilji þau. Það er því mikilvægt að nota ekki erfið orð. Það tók mig til dæmis mjög langan tíma að skilja hvað orðið hvívetna þýðir. Við sem erum með þroskahömlun eigum að fá upplýsingar á auðlesnu máli. Stjórnmálamenn mega líka hafa það hugfast að tala skýrara mál en þeir oft gera. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn mega því fara að bæta sig í að koma frá sér efni, bæði í rituðu og töluðu máli þannig að allir skilji. Fólk sem þarf aðstoð til að kjósa á að fá að velja sér aðstoðarmann til að fara með inn á kjörklefana. Það á ekki að vera í boði að þurfa að fá aðstoð frá starfsmanni á kjörstað sem ekki einu sinni þekkir manneskjuna sem verið er að aðstoða. Það er framfaraskref að nú sé loksins búið að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nú hvet ég Alþingi til góðra verka í aðdraganda kosninga og minni sérstaklega á 29. greinina og mikilvægi þess að fara eftir henni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef haft áhuga á stjórnmálum í mörg ár eða síðan að ég var formaður hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Ég hef áhuga á að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Í 29. grein í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þátttöku í stjórn-málum og opinberu lífi. Fólk með þroskahömlun hefur hingað til ekki tekið mikinn þátt í stjórnmálum og mér vitandi hefur manneskja með þroskahömlun aldrei setið á þingi. Við þurfum því að berjast fyrir því. Við þurfum að geta haft áhrif á málefni fatlaðs fólks á þingi. Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka manneskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir uppi á vegg. Það þarf því að laga margt. Svo má huga að því að hlusta á það sem við höfum að segja um okkar líf. Það væri áhugavert ef manneskja með þroskahömlun fengi tækifæri til að fara í starfsþjálfun á Alþingi. Og talandi um Alþingishúsið þá þarf að laga margt þar. Fólk sem notar hjólastól á til dæmis erfitt með að komast þar um. Ég fór í heimsókn með sendiherrunum í þinghúsið í Berlín. Þar var aðgengið mjög gott. Þar var ræðupúltið til dæmis þannig að allir geta notað það, líka fólk sem notar hjólastól. Þar voru líka brautir og lyftur. Alþingi Íslendinga mætti taka sér þetta til fyrirmyndar. Í 29. grein Samningsins kemur fram að allar upplýsingar í sambandi við kosningar eigi að vera á auðskildu máli. Kjörseðlar og kosningablöð þurfa til dæmis að vera þannig að allir skilji þau. Það er því mikilvægt að nota ekki erfið orð. Það tók mig til dæmis mjög langan tíma að skilja hvað orðið hvívetna þýðir. Við sem erum með þroskahömlun eigum að fá upplýsingar á auðlesnu máli. Stjórnmálamenn mega líka hafa það hugfast að tala skýrara mál en þeir oft gera. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn mega því fara að bæta sig í að koma frá sér efni, bæði í rituðu og töluðu máli þannig að allir skilji. Fólk sem þarf aðstoð til að kjósa á að fá að velja sér aðstoðarmann til að fara með inn á kjörklefana. Það á ekki að vera í boði að þurfa að fá aðstoð frá starfsmanni á kjörstað sem ekki einu sinni þekkir manneskjuna sem verið er að aðstoða. Það er framfaraskref að nú sé loksins búið að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nú hvet ég Alþingi til góðra verka í aðdraganda kosninga og minni sérstaklega á 29. greinina og mikilvægi þess að fara eftir henni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar