Ég og stjórnmálin Ína Owen Valsdóttir skrifar 29. september 2016 07:00 Ég hef haft áhuga á stjórnmálum í mörg ár eða síðan að ég var formaður hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Ég hef áhuga á að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Í 29. grein í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þátttöku í stjórn-málum og opinberu lífi. Fólk með þroskahömlun hefur hingað til ekki tekið mikinn þátt í stjórnmálum og mér vitandi hefur manneskja með þroskahömlun aldrei setið á þingi. Við þurfum því að berjast fyrir því. Við þurfum að geta haft áhrif á málefni fatlaðs fólks á þingi. Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka manneskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir uppi á vegg. Það þarf því að laga margt. Svo má huga að því að hlusta á það sem við höfum að segja um okkar líf. Það væri áhugavert ef manneskja með þroskahömlun fengi tækifæri til að fara í starfsþjálfun á Alþingi. Og talandi um Alþingishúsið þá þarf að laga margt þar. Fólk sem notar hjólastól á til dæmis erfitt með að komast þar um. Ég fór í heimsókn með sendiherrunum í þinghúsið í Berlín. Þar var aðgengið mjög gott. Þar var ræðupúltið til dæmis þannig að allir geta notað það, líka fólk sem notar hjólastól. Þar voru líka brautir og lyftur. Alþingi Íslendinga mætti taka sér þetta til fyrirmyndar. Í 29. grein Samningsins kemur fram að allar upplýsingar í sambandi við kosningar eigi að vera á auðskildu máli. Kjörseðlar og kosningablöð þurfa til dæmis að vera þannig að allir skilji þau. Það er því mikilvægt að nota ekki erfið orð. Það tók mig til dæmis mjög langan tíma að skilja hvað orðið hvívetna þýðir. Við sem erum með þroskahömlun eigum að fá upplýsingar á auðlesnu máli. Stjórnmálamenn mega líka hafa það hugfast að tala skýrara mál en þeir oft gera. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn mega því fara að bæta sig í að koma frá sér efni, bæði í rituðu og töluðu máli þannig að allir skilji. Fólk sem þarf aðstoð til að kjósa á að fá að velja sér aðstoðarmann til að fara með inn á kjörklefana. Það á ekki að vera í boði að þurfa að fá aðstoð frá starfsmanni á kjörstað sem ekki einu sinni þekkir manneskjuna sem verið er að aðstoða. Það er framfaraskref að nú sé loksins búið að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nú hvet ég Alþingi til góðra verka í aðdraganda kosninga og minni sérstaklega á 29. greinina og mikilvægi þess að fara eftir henni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef haft áhuga á stjórnmálum í mörg ár eða síðan að ég var formaður hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Ég hef áhuga á að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Í 29. grein í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þátttöku í stjórn-málum og opinberu lífi. Fólk með þroskahömlun hefur hingað til ekki tekið mikinn þátt í stjórnmálum og mér vitandi hefur manneskja með þroskahömlun aldrei setið á þingi. Við þurfum því að berjast fyrir því. Við þurfum að geta haft áhrif á málefni fatlaðs fólks á þingi. Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka manneskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir uppi á vegg. Það þarf því að laga margt. Svo má huga að því að hlusta á það sem við höfum að segja um okkar líf. Það væri áhugavert ef manneskja með þroskahömlun fengi tækifæri til að fara í starfsþjálfun á Alþingi. Og talandi um Alþingishúsið þá þarf að laga margt þar. Fólk sem notar hjólastól á til dæmis erfitt með að komast þar um. Ég fór í heimsókn með sendiherrunum í þinghúsið í Berlín. Þar var aðgengið mjög gott. Þar var ræðupúltið til dæmis þannig að allir geta notað það, líka fólk sem notar hjólastól. Þar voru líka brautir og lyftur. Alþingi Íslendinga mætti taka sér þetta til fyrirmyndar. Í 29. grein Samningsins kemur fram að allar upplýsingar í sambandi við kosningar eigi að vera á auðskildu máli. Kjörseðlar og kosningablöð þurfa til dæmis að vera þannig að allir skilji þau. Það er því mikilvægt að nota ekki erfið orð. Það tók mig til dæmis mjög langan tíma að skilja hvað orðið hvívetna þýðir. Við sem erum með þroskahömlun eigum að fá upplýsingar á auðlesnu máli. Stjórnmálamenn mega líka hafa það hugfast að tala skýrara mál en þeir oft gera. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn mega því fara að bæta sig í að koma frá sér efni, bæði í rituðu og töluðu máli þannig að allir skilji. Fólk sem þarf aðstoð til að kjósa á að fá að velja sér aðstoðarmann til að fara með inn á kjörklefana. Það á ekki að vera í boði að þurfa að fá aðstoð frá starfsmanni á kjörstað sem ekki einu sinni þekkir manneskjuna sem verið er að aðstoða. Það er framfaraskref að nú sé loksins búið að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nú hvet ég Alþingi til góðra verka í aðdraganda kosninga og minni sérstaklega á 29. greinina og mikilvægi þess að fara eftir henni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun