Hafnarfjarðarslagur á Seltjarnarnesi Tómas Þór Þórðarson. skrifar 27. desember 2016 07:00 Það er alltaf hart barist þegar Hafnarfjarðarliðin mætast. vísir/Ernir Eins og undanfarin ár þurfa færustu handboltamenn Olís-deilda karla og kvenna að læsa inni konfektskálina því keppt verður um Flugfélags Íslands-bikarinn milli jóla og nýárs. Þar mætast efstu fjögur liðin í báðum deildunum; efsta liðið mætir því sem er í fjórða sæti í undanúrslitum og annað og þriðja sætið mætast. Sigurvegararnir berjast svo um deildabikarinn sjálfan í úrslitaleik. Í kvennaflokki verður endurtekning á úrslitaleiknum frá því í fyrra í undanúrslitunum þar sem Fram og Valur mætast en Safaramýrarliðið hafði betur í Reykjavíkurslagnum um sigur í bikarnum á síðasta ári. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast nágrannaliðin Stjarnan og Haukar en það verður síðasti leikur dagsins. Öll undanúrslitin fara fram sama daginn, á morgun, og úrslitaleikurinn á miðvikudaginn. Ríkjandi deildabikarmeistarar Hauka þykja ansi líklegir til sigurs en þeir mæta FH í Hafnarfjarðarslag. Því miður fyrir handboltaáhugamenn fer mótið ekki fram í Strandgötu þetta árið heldur Hertz-hellinum á Seltjarnarnesi en ekki hefði verið amalegt að horfa á Hafnarfjarðarslaginn í gömlu góðu Strandgötunni. Haukarnir eru í öðru sæti Olís-deildar karla eftir að vinna níu leiki í röð. Þeir einmitt tóku FH með einu marki í dramatískum Hafnarfjarðarslag í síðasta leik fyrir HM-fríið. Topplið Aftureldingar mætir Valsmönnum í fyrri undanúrslitaleik karla. Karlalið Vals líkt og konurnar tapaði í úrslitum í fyrra og þarf nú að komast í gegnum strákana úr kjúklingabænum ætli þeir sér alla leið á ný.Dagskráin:Þriðjudagur 27. desember kl.16.00 | Fram - Valur | Konur kl.17.45 | Afturelding - Valur | Karlar kl.19.30 | Haukar - FH | Karlar kl.21.15 | Stjarnan - Haukar | KonurMiðvikudagur 28.desember kl.18.30 | Úrslit kvenna kl.20.15 | Úrslit karla Íslenski handboltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Eins og undanfarin ár þurfa færustu handboltamenn Olís-deilda karla og kvenna að læsa inni konfektskálina því keppt verður um Flugfélags Íslands-bikarinn milli jóla og nýárs. Þar mætast efstu fjögur liðin í báðum deildunum; efsta liðið mætir því sem er í fjórða sæti í undanúrslitum og annað og þriðja sætið mætast. Sigurvegararnir berjast svo um deildabikarinn sjálfan í úrslitaleik. Í kvennaflokki verður endurtekning á úrslitaleiknum frá því í fyrra í undanúrslitunum þar sem Fram og Valur mætast en Safaramýrarliðið hafði betur í Reykjavíkurslagnum um sigur í bikarnum á síðasta ári. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast nágrannaliðin Stjarnan og Haukar en það verður síðasti leikur dagsins. Öll undanúrslitin fara fram sama daginn, á morgun, og úrslitaleikurinn á miðvikudaginn. Ríkjandi deildabikarmeistarar Hauka þykja ansi líklegir til sigurs en þeir mæta FH í Hafnarfjarðarslag. Því miður fyrir handboltaáhugamenn fer mótið ekki fram í Strandgötu þetta árið heldur Hertz-hellinum á Seltjarnarnesi en ekki hefði verið amalegt að horfa á Hafnarfjarðarslaginn í gömlu góðu Strandgötunni. Haukarnir eru í öðru sæti Olís-deildar karla eftir að vinna níu leiki í röð. Þeir einmitt tóku FH með einu marki í dramatískum Hafnarfjarðarslag í síðasta leik fyrir HM-fríið. Topplið Aftureldingar mætir Valsmönnum í fyrri undanúrslitaleik karla. Karlalið Vals líkt og konurnar tapaði í úrslitum í fyrra og þarf nú að komast í gegnum strákana úr kjúklingabænum ætli þeir sér alla leið á ný.Dagskráin:Þriðjudagur 27. desember kl.16.00 | Fram - Valur | Konur kl.17.45 | Afturelding - Valur | Karlar kl.19.30 | Haukar - FH | Karlar kl.21.15 | Stjarnan - Haukar | KonurMiðvikudagur 28.desember kl.18.30 | Úrslit kvenna kl.20.15 | Úrslit karla
Íslenski handboltinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira