Reykingar þrefalda áhætt- una á ótímabærum dauða Gunnar Sigurðsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Þriðjudagurinn 31. maí er alþjóðlegi, „dagurinn án tóbaks“. Tilgangur hans er að vekja athygli á skaðsemi tóbaks. Reykingar hafa farið minnkandi á Íslandi síðasta aldarfjórðunginn. Samkvæmt gögnum frá Embætti landlæknis árið 2014 var reykingatíðni meðal 18 ára og eldri komin niður í 13-15 prósent og 20 prósent meðal miðaldra einstaklinga. En betur má ef duga skal. Niðurstöður Áhættuþáttakönnunar Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar sýna að þeir sem reykja sígarettur að staðaldri, hafa þrefalda áhættu á því að deyja fyrir 75 ára aldur miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Úrtakið náði til um sjö þúsunda karla og kvenna 25 ára og eldri þar sem afdrif hópsins voru könnuð reglulega. Ótímabær dauðsföll eru þau sem verða fyrir 75 ára aldur. Á árinu 2015 létust 664 Íslendingar á aldrinum 25-74 ára samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gera má ráð fyrir að 25-30 prósent af þessum látnu einstaklingum hafi reykt og umtalsverður hluti þeirra hafi látist úr reykingatengdum sjúkdómum miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Þetta þýðir að um 170 reykingamenn dóu á árinu 2015 sem samsvarar einu dauðsfalli annan hvern dag. Fyrri niðurstöður Hjartaverndar eru samhljóða nýlegum tölum frá stórri rannsókn í Bandaríkjum sem sýnir að ævilíkur þeirra sem reykja að staðaldri eru að minnsta kosti tíu árum skemmri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Jafnframt sýna tölurnar að með því að hætta að reykja fyrir fertugt er hægt að koma í veg fyrir þessa áhættu að mestu. Afleiðingar reykinga koma fram í mörgum líffærum svo sem í hjarta- og æðasjúkdómum, langvinnum lungnasjúkdómum og lungnakrabbameini og fleiri tegundum krabbameina. Reykingar valda því ekki aðeins ótímabærum dauðsföllum heldur eru reykingar ein helsta orsök langvinnra sjúkdóma og vanheilsu í íslensku þjóðfélagi. Skaðsemi tóbaks er óumdeild og það ætti því að vera stefna allra að útrýma þessu eiturefni úr umferð sem allra fyrst. Höfum hugfast að tóbak fengist aldrei viðurkennt fyrir almenna sölu ef það væri fyrst að koma á markað í dag. Mikilvægt er að hafa í huga að aldrei er of seint að hætta, ávinningurinn verður alltaf verulegur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Þriðjudagurinn 31. maí er alþjóðlegi, „dagurinn án tóbaks“. Tilgangur hans er að vekja athygli á skaðsemi tóbaks. Reykingar hafa farið minnkandi á Íslandi síðasta aldarfjórðunginn. Samkvæmt gögnum frá Embætti landlæknis árið 2014 var reykingatíðni meðal 18 ára og eldri komin niður í 13-15 prósent og 20 prósent meðal miðaldra einstaklinga. En betur má ef duga skal. Niðurstöður Áhættuþáttakönnunar Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar sýna að þeir sem reykja sígarettur að staðaldri, hafa þrefalda áhættu á því að deyja fyrir 75 ára aldur miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Úrtakið náði til um sjö þúsunda karla og kvenna 25 ára og eldri þar sem afdrif hópsins voru könnuð reglulega. Ótímabær dauðsföll eru þau sem verða fyrir 75 ára aldur. Á árinu 2015 létust 664 Íslendingar á aldrinum 25-74 ára samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gera má ráð fyrir að 25-30 prósent af þessum látnu einstaklingum hafi reykt og umtalsverður hluti þeirra hafi látist úr reykingatengdum sjúkdómum miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Þetta þýðir að um 170 reykingamenn dóu á árinu 2015 sem samsvarar einu dauðsfalli annan hvern dag. Fyrri niðurstöður Hjartaverndar eru samhljóða nýlegum tölum frá stórri rannsókn í Bandaríkjum sem sýnir að ævilíkur þeirra sem reykja að staðaldri eru að minnsta kosti tíu árum skemmri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Jafnframt sýna tölurnar að með því að hætta að reykja fyrir fertugt er hægt að koma í veg fyrir þessa áhættu að mestu. Afleiðingar reykinga koma fram í mörgum líffærum svo sem í hjarta- og æðasjúkdómum, langvinnum lungnasjúkdómum og lungnakrabbameini og fleiri tegundum krabbameina. Reykingar valda því ekki aðeins ótímabærum dauðsföllum heldur eru reykingar ein helsta orsök langvinnra sjúkdóma og vanheilsu í íslensku þjóðfélagi. Skaðsemi tóbaks er óumdeild og það ætti því að vera stefna allra að útrýma þessu eiturefni úr umferð sem allra fyrst. Höfum hugfast að tóbak fengist aldrei viðurkennt fyrir almenna sölu ef það væri fyrst að koma á markað í dag. Mikilvægt er að hafa í huga að aldrei er of seint að hætta, ávinningurinn verður alltaf verulegur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun