Flóðin í Þýskalandi stöðva bílaframleiðslu Audi Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 10:03 Mikið tjón varð af flóðunum í suðvesturhluta Þýskalands. Hin miklu flóð sem orðið hafa í suðvesturhluta Þýskalands stöðvuðu bílaframleiðslu tímabundið í verksmiðju Audi í Neckarsulm. Þar eru framleiddir bílarnir Audi A4, A5, A6, A7 og A8, auk sportbílsins R8 og RS bílar Audi. Hlutar af verksmiðju Audi í Neckarsulm voru umflotnir vatni á sunnudaginn og fyrri hluta mánudags. Framleiðslutap í verksmiðjunni er ekki ljóst en þar eru framleiddir um 1.300 bílar á dag. Í verksmiðjunni vinna 16.000 starfsmenn og í henni voru framleiddir alls 272.103 bílar í fyrra. Nú er framleiðsla í verksmiðjunni aftur komin af stað. Fjögur dauðsföll urðu í suðvesturhluta Þýskalands af völdum flóðanna um helgina. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent
Hin miklu flóð sem orðið hafa í suðvesturhluta Þýskalands stöðvuðu bílaframleiðslu tímabundið í verksmiðju Audi í Neckarsulm. Þar eru framleiddir bílarnir Audi A4, A5, A6, A7 og A8, auk sportbílsins R8 og RS bílar Audi. Hlutar af verksmiðju Audi í Neckarsulm voru umflotnir vatni á sunnudaginn og fyrri hluta mánudags. Framleiðslutap í verksmiðjunni er ekki ljóst en þar eru framleiddir um 1.300 bílar á dag. Í verksmiðjunni vinna 16.000 starfsmenn og í henni voru framleiddir alls 272.103 bílar í fyrra. Nú er framleiðsla í verksmiðjunni aftur komin af stað. Fjögur dauðsföll urðu í suðvesturhluta Þýskalands af völdum flóðanna um helgina.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent