Lengstu lestargöng í heimi opnuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2016 23:42 Göngin verða lengstu lestargöng í heiminum. Vísir/Getty Gotthard-göngin í Sviss hafa verið í smíðum í 17 ár en verða opnuð við hátíðlega athöfn á morgun. Göngin verða lengstu lestargöng í heiminum.Þjóðarleiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Sviss munu fara jómfrúarferðina á morgun en blásið verður til mikillar veislu er göngin verða vígð, alls munu um 1200 gestir víðsvegar frá verða viðstaddir vígsluathöfnina. Göngin eru um 57 kílómetrar að lengd og liggja 2,3 kílómetrum undir svissnesku Ölpunum. Göngin munu stytta ferðatímann á milli Zurich og Lugano um 45 mínútur. Göngin hafa verið í bígerð frá því á níunda áratug síðustu aldar og munu koma í stað eldri lestarganga sem gerð voru árið 1882 og liggja mun ofar í Ölpunum.Hér má sjá hvernig göngin liggja. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/The GuardianAlls voru fjórir risaborar notaðir til þess að bora göngin, þar á meðal risaborinn TBM-1, en hann var einn þriggja risabora sem boruðu aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar, milli Hálslóns og Fljótsdals. Gotthard-göngin eru þrem kílómetrum lengri en lengstu lestargöng heimsins í dag, Sekan-göngin sem tengja saman japönsku eyjarnar Honshu og Hokkaido. Gotthard-göngin eru einnig sjö kílómetrum lengri en Ermasundsgöngin á milli Frakklands og Bretlands. Óvíst er þó hvort að Gotthard-göngin muni halda nafnbótinni lengstu lestargöng heimsins lengi því yfirvöld í Kína stefna á að bora 123 kílómetra löng jarðgöng á milli borganna Dalian og Yantai. Fyrst um sinn verða Gotthard-göngin þá ekki í fullri notkun en búist er við að svo verði snemma á næsta ári. Tengdar fréttir Góðkunningi Íslendinga slær í gegn í Ölpunum Gamall „góðkunningi“ Íslendinga gegnir stóru hlutverki við gerð Gotthard-jarðganganna í svissnesku Ölpunum. Þetta er risaborinn TBM-1, en hann var einn þriggja risabora sem boruðu aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar, milli Hálslóns og Fljótsdals. 16. október 2010 13:55 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Gotthard-göngin í Sviss hafa verið í smíðum í 17 ár en verða opnuð við hátíðlega athöfn á morgun. Göngin verða lengstu lestargöng í heiminum.Þjóðarleiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Sviss munu fara jómfrúarferðina á morgun en blásið verður til mikillar veislu er göngin verða vígð, alls munu um 1200 gestir víðsvegar frá verða viðstaddir vígsluathöfnina. Göngin eru um 57 kílómetrar að lengd og liggja 2,3 kílómetrum undir svissnesku Ölpunum. Göngin munu stytta ferðatímann á milli Zurich og Lugano um 45 mínútur. Göngin hafa verið í bígerð frá því á níunda áratug síðustu aldar og munu koma í stað eldri lestarganga sem gerð voru árið 1882 og liggja mun ofar í Ölpunum.Hér má sjá hvernig göngin liggja. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/The GuardianAlls voru fjórir risaborar notaðir til þess að bora göngin, þar á meðal risaborinn TBM-1, en hann var einn þriggja risabora sem boruðu aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar, milli Hálslóns og Fljótsdals. Gotthard-göngin eru þrem kílómetrum lengri en lengstu lestargöng heimsins í dag, Sekan-göngin sem tengja saman japönsku eyjarnar Honshu og Hokkaido. Gotthard-göngin eru einnig sjö kílómetrum lengri en Ermasundsgöngin á milli Frakklands og Bretlands. Óvíst er þó hvort að Gotthard-göngin muni halda nafnbótinni lengstu lestargöng heimsins lengi því yfirvöld í Kína stefna á að bora 123 kílómetra löng jarðgöng á milli borganna Dalian og Yantai. Fyrst um sinn verða Gotthard-göngin þá ekki í fullri notkun en búist er við að svo verði snemma á næsta ári.
Tengdar fréttir Góðkunningi Íslendinga slær í gegn í Ölpunum Gamall „góðkunningi“ Íslendinga gegnir stóru hlutverki við gerð Gotthard-jarðganganna í svissnesku Ölpunum. Þetta er risaborinn TBM-1, en hann var einn þriggja risabora sem boruðu aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar, milli Hálslóns og Fljótsdals. 16. október 2010 13:55 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Góðkunningi Íslendinga slær í gegn í Ölpunum Gamall „góðkunningi“ Íslendinga gegnir stóru hlutverki við gerð Gotthard-jarðganganna í svissnesku Ölpunum. Þetta er risaborinn TBM-1, en hann var einn þriggja risabora sem boruðu aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar, milli Hálslóns og Fljótsdals. 16. október 2010 13:55