Þögn er afstaða Finnur Árnason skrifar 16. september 2016 07:00 Búvörulögin svokölluðu voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Aðeins 19 þingmenn samþykktu lögin, eða um 30 prósent þingmanna. Aðrir voru fjarverandi eða sátu hjá. Ég hef áður haldið því fram að umfjöllun og meðferð málsins sé eitt stærsta hagsmunamál íslenskra heimila. Það landbúnaðarkerfi sem við búum við kostar skattgreiðendur og neytendur mikið, en bændur bera lítið úr býtum. Fram hefur komið að einungis tvær af hverjum þremur krónum skila sér til bænda. Fulltrúar okkar á þingi höfðu einstakt tækifæri til þess að gera kerfisbreytingu bændum og neytendum til heilla. Ég tel áherslur samningsins hvorki hvetja til framsækni né bæta hag bænda og neytenda til framtíðar. Alþingi nýtti ekki tækifærið heldur kaus að festa bændur í úreltu landbúnaðarkerfi. Björt framtíð kom fram með breytingartillögu við lögin um að styrkir féllu niður til þeirra sem stunduðu dýraníð. Tillagan var felld í þinginu. Ég held að flestir bændur og almenningur séu mér sammála um að þessa breytingartillögu átti ekki að fella í þinginu. Formaður bændasamtakanna sendi út fréttatilkynningu og taldi skoðun mína bera vott um fjandsamlega afstöðu til bænda. Hann hefur reyndar ítrekað drepið málefnalegri umræðu á dreif með slíkum aðferðum. Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslu, vinnubrögðum ráðherra og þinglegri meðferð málsins. Það var ekki ætlun mín að veitast að bændum. Mér þykir hins vegar breytingartillaga Bjartrar framtíðar skynsamleg. Ég veit að bændur eru sjálfir hlynntir aukinni vernd og velferð dýra. Hag bænda sjálfra verður betur borgið með löngu tímabærum umbótum á landbúnaðarkerfinu. Mér þykir leitt ef orð mín gáfu til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti vil ég veg þeirra sem mestan. Öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu. Íslenskur landbúnaður á skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Atkvæðagreiðslan í þinginu var einstök. Flótti þingmanna frá því að taka afstöðu sýnir svart á hvítu hver afstaða þeirra er til málsins. Aðeins 19 þingmenn þurfti til þess að samþykkja milljarða skattlagningu á neytendur. Þeir sem ekki greiddu atkvæði vita að þeir eru kjörnir til ábyrgðar og að þögn er afstaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Búvörulögin svokölluðu voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Aðeins 19 þingmenn samþykktu lögin, eða um 30 prósent þingmanna. Aðrir voru fjarverandi eða sátu hjá. Ég hef áður haldið því fram að umfjöllun og meðferð málsins sé eitt stærsta hagsmunamál íslenskra heimila. Það landbúnaðarkerfi sem við búum við kostar skattgreiðendur og neytendur mikið, en bændur bera lítið úr býtum. Fram hefur komið að einungis tvær af hverjum þremur krónum skila sér til bænda. Fulltrúar okkar á þingi höfðu einstakt tækifæri til þess að gera kerfisbreytingu bændum og neytendum til heilla. Ég tel áherslur samningsins hvorki hvetja til framsækni né bæta hag bænda og neytenda til framtíðar. Alþingi nýtti ekki tækifærið heldur kaus að festa bændur í úreltu landbúnaðarkerfi. Björt framtíð kom fram með breytingartillögu við lögin um að styrkir féllu niður til þeirra sem stunduðu dýraníð. Tillagan var felld í þinginu. Ég held að flestir bændur og almenningur séu mér sammála um að þessa breytingartillögu átti ekki að fella í þinginu. Formaður bændasamtakanna sendi út fréttatilkynningu og taldi skoðun mína bera vott um fjandsamlega afstöðu til bænda. Hann hefur reyndar ítrekað drepið málefnalegri umræðu á dreif með slíkum aðferðum. Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslu, vinnubrögðum ráðherra og þinglegri meðferð málsins. Það var ekki ætlun mín að veitast að bændum. Mér þykir hins vegar breytingartillaga Bjartrar framtíðar skynsamleg. Ég veit að bændur eru sjálfir hlynntir aukinni vernd og velferð dýra. Hag bænda sjálfra verður betur borgið með löngu tímabærum umbótum á landbúnaðarkerfinu. Mér þykir leitt ef orð mín gáfu til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti vil ég veg þeirra sem mestan. Öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu. Íslenskur landbúnaður á skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Atkvæðagreiðslan í þinginu var einstök. Flótti þingmanna frá því að taka afstöðu sýnir svart á hvítu hver afstaða þeirra er til málsins. Aðeins 19 þingmenn þurfti til þess að samþykkja milljarða skattlagningu á neytendur. Þeir sem ekki greiddu atkvæði vita að þeir eru kjörnir til ábyrgðar og að þögn er afstaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar