Faðir og stjúpmóðir Dakar ökumannsins Robby Gordon fundust látin Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 10:14 Robby Gordon hefur oft mætt á breyttum Hummer í Dakar rallið. Robby Gordon er einn af litríkustu ökumönnum í Dakar þolaksturskeppninni og mætir ávallt til leiks á bandaríksum bíl og hefur oft náð góðu sæti í keppninni og þykir einkar litríkur keppandi. Faðir hans og stjúpmóðir fundust bæði látin í húsi í eigu fjölskyldunnar og ekki er ljóst hvernig lát þeirra bar að. Þó er grunur talinn á að um morð og sjálfsmorð sé um að ræða en vopn fannst á dánarstað þeirra. Faðir Robby Gordon hét Robert Gordon og var 68 ára og eiginkona hans, Sharon var 57 ára. Robert var kunnur ökumaður í torfærukeppnunum “Baja Bob”. Það var nágranni sem fann lík þeirra eftir að hafa verið beðinn um að aðgæta að hjónunum. Robby Gordon gerði garðinn frægan í NASCAR hraðaksturkeppnum en snéri sér svo að keppnum eins og Dakar þolakstrinum. Í Dakar keppninni snemma á þessu ári varð Robby að draga sig úr keppni eftir mörg óhöpp og veltur. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
Robby Gordon er einn af litríkustu ökumönnum í Dakar þolaksturskeppninni og mætir ávallt til leiks á bandaríksum bíl og hefur oft náð góðu sæti í keppninni og þykir einkar litríkur keppandi. Faðir hans og stjúpmóðir fundust bæði látin í húsi í eigu fjölskyldunnar og ekki er ljóst hvernig lát þeirra bar að. Þó er grunur talinn á að um morð og sjálfsmorð sé um að ræða en vopn fannst á dánarstað þeirra. Faðir Robby Gordon hét Robert Gordon og var 68 ára og eiginkona hans, Sharon var 57 ára. Robert var kunnur ökumaður í torfærukeppnunum “Baja Bob”. Það var nágranni sem fann lík þeirra eftir að hafa verið beðinn um að aðgæta að hjónunum. Robby Gordon gerði garðinn frægan í NASCAR hraðaksturkeppnum en snéri sér svo að keppnum eins og Dakar þolakstrinum. Í Dakar keppninni snemma á þessu ári varð Robby að draga sig úr keppni eftir mörg óhöpp og veltur.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent