Fiat Chrysler innkallar 1,9 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 15:15 Jeep Patriot. Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent
Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent