Íslandsmeistarar Gróttu héldu sigurgöngu sinni áfram í Olís-deild kvenna í dag þegar liðið vann þrettán marka útisigur á HK í Digranesi. Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu botnlið Aftureldingar á sama tíma.
Gróttukonur missti af bikarinn um síðustu helgi en hafa svarað því með tveimur flottum sigri.
Grótta hefur nú unnið alls sjö deildarleiki í röð eða alla leiki síðan að liðið tapaði á móti Stjörnunni 15. janúar síðastliðinn.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst með sjö mörk en Íris Björk Símonardóttir var öflug í Gróttumarkinu og sá til þess að HK-liðið klikkaði á öllum þremur vítaköstum sínum í leiknum.
Stjarnan vann þriggja marka sigur á botnliði Aftureldingar í Mosfellsbænum en Aftureldingarliðið stóð sig vel í leiknum og hefur bætt sinn leik að undanförnu.
HK - Grótta 15-28 (8-13)
Mörk HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 6, Sigríður Hauksdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Azra Cosic 1, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1, Elva Arinbjarnar 1, Birta Rún Grétarsdóttir 1, Ada Kozicka 1
Mörk Gróttu: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2.
Afturelding - Stjarnan 18- 21 (7-13)
Mörk Aftureldingar: Hekla Ingunn Daðadóttir 6, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Ingibjörg B Jóhannesdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Vigdís Brandsdóttir 2, Drífa Garðarsdóttir 1, Magnea Rós Svansdóttir 1, Alda Björk Egilsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Guðrún Erla Bjarnadóttir 6, Solveig Lára Kjærnested 4, Stefanía Theodórsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 1.
Sjö sigurleikir í röð hjá Gróttu í Olís-deildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
