29 milljón króna dekkjaþjófnaður Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 10:37 Ekki fögur sjón sem blasti við eiganda bílasölunnar. Margar fréttir hafa undanfarið borist af stórtækum dekkjaþjófum í Bandaríkjunum sem láta sér ekki nægja að stela dekkjum og felgum undan einum og einum bíl, heldur undan heilu bílaflotunum. Einn slíkur þjófnaður átti sér stað vestur í Texas þar sem öllu var stolið undan 48 bílum í einu. Gerðist þetta á bílasölu nýrra bíla og er tjónið metið á um 250.000 dollara, eða um 29 milljónir króna. Bílarnir voru geymdir bak við læst hlið sem þjófarnir brutust í gegnum og létu þeir síðan greiðar sópa. Þeir hljóta að hafa verið á stórum flutningabílum til þess að geta tekið með sér svo mikið magn af dekkjum. Öryggismyndavélar eru á bílasölunni en þjófarnir voru klókir og brutu öll ljós á svæðinu svo ógerningur er að greina hverjir voru þarna á ferð. Þjófarnir einbeittu sér að dýrustu dekkjunum og felgunum og stálu aðallega 20 til 22 tommu dekkjagöngum og mörgum þeirra undan Chevrolet Camaro sportbílum, eins og á myndinni sést. Ekki er langt síðan að samskonar dekkjaþjófnaður var gerður á nálægri bílasölu í Texas í sumar og ef til vill eru hér sömu menn að verki. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent
Margar fréttir hafa undanfarið borist af stórtækum dekkjaþjófum í Bandaríkjunum sem láta sér ekki nægja að stela dekkjum og felgum undan einum og einum bíl, heldur undan heilu bílaflotunum. Einn slíkur þjófnaður átti sér stað vestur í Texas þar sem öllu var stolið undan 48 bílum í einu. Gerðist þetta á bílasölu nýrra bíla og er tjónið metið á um 250.000 dollara, eða um 29 milljónir króna. Bílarnir voru geymdir bak við læst hlið sem þjófarnir brutust í gegnum og létu þeir síðan greiðar sópa. Þeir hljóta að hafa verið á stórum flutningabílum til þess að geta tekið með sér svo mikið magn af dekkjum. Öryggismyndavélar eru á bílasölunni en þjófarnir voru klókir og brutu öll ljós á svæðinu svo ógerningur er að greina hverjir voru þarna á ferð. Þjófarnir einbeittu sér að dýrustu dekkjunum og felgunum og stálu aðallega 20 til 22 tommu dekkjagöngum og mörgum þeirra undan Chevrolet Camaro sportbílum, eins og á myndinni sést. Ekki er langt síðan að samskonar dekkjaþjófnaður var gerður á nálægri bílasölu í Texas í sumar og ef til vill eru hér sömu menn að verki.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent