Arnór bjartsýnn á að vera með á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 07:00 Á batavegi. Arnór spilar vonandi með Álaborg á Þorláksmessu. fréttablaðið/ernir „Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ Sjá meira
„Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ Sjá meira