Risainnköllun bíla með Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 10:06 Sprunginn Takata öryggispúði. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) tilkynnti í vikunni um stærstu innköllun frá upphafi vegna Takata öryggispúða. Áður hefur margsinnis verið tilkynnt um innköllun á bílum með þessum púðum þar sem þeir springa með of miklum krafti. Bætt var við 35-40 milljón bílum í innkölluninni nú, sem nú er sú stærsta í Bandaríkjunum. Það er ammóníum nítrat í öryggispúðunum frá Takata sem minnkar með tímanum og Mark Rosekind yfirmaður hjá NHTSA segir að það gerist sérstaklega í hita og raka að öryggispúðarnir verði hættulegir. Þegar púðinn springur hafa málmagnir fylgt með og búið er að tengja meira en 100 meiðsl og 10 dauðsföll í Bandaríkjunum við gallann í púðunum. Búið er að bæta þremur bíltegundum við áhættulistann nú, það er Jaguar-Land Rover, Tesla og Fisker, en fyrir á listanum voru Honda, Toyota, Ford, Mercedes-Benz, Nissan, Fiat-Chrysler og BMW. Það er billinn.is sem greinir frá þessu. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NHTSA) tilkynnti í vikunni um stærstu innköllun frá upphafi vegna Takata öryggispúða. Áður hefur margsinnis verið tilkynnt um innköllun á bílum með þessum púðum þar sem þeir springa með of miklum krafti. Bætt var við 35-40 milljón bílum í innkölluninni nú, sem nú er sú stærsta í Bandaríkjunum. Það er ammóníum nítrat í öryggispúðunum frá Takata sem minnkar með tímanum og Mark Rosekind yfirmaður hjá NHTSA segir að það gerist sérstaklega í hita og raka að öryggispúðarnir verði hættulegir. Þegar púðinn springur hafa málmagnir fylgt með og búið er að tengja meira en 100 meiðsl og 10 dauðsföll í Bandaríkjunum við gallann í púðunum. Búið er að bæta þremur bíltegundum við áhættulistann nú, það er Jaguar-Land Rover, Tesla og Fisker, en fyrir á listanum voru Honda, Toyota, Ford, Mercedes-Benz, Nissan, Fiat-Chrysler og BMW. Það er billinn.is sem greinir frá þessu.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent