Geir: Þurfum að nýta tímann vel Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2016 20:30 Það er sannarlega mikið verk að vinna fyrir nýráðinn landsliðsþjálfara í handbolta, Geir Sveinsson. Íslenska landsliðið var í æfingabúðum hér á landi í vikunni og heimsótti Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, liðið og ræddi við Geir Sveinsson, nýráðinn landsliðsþjálfara, á föstudaginn. „Við erum meira að einbeita okkur að varnarleik okkar þessa dagana,“ segir Geir. „Hugsanlega erum við að skoða ný afbrygði í varnarleik og hafa í pokanum eitthvað meira en aðeins 6-0 vörn. Síðan kemur sóknin í framhaldinu.“ Tvö töp gegn Norðmönnum á dögunum sýndu hvað liðið á langt í land. „Það var alveg ljóst fyrir þessa leiki að það yrði á brattann að sækja fyrir okkur, einfaldlega útfrá því í hvaða stöðu liðin voru. Við að hittast í fyrsta skipti með nýjan þjálfara og ekki einu sinni með okkar sterkustu leikmenn. Norðmenn voru búnir að æfa í heila viku og í miðjum undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Staðan var strax ójöfn.“ Geir segir að liðið hafi farið í þetta verkefni til að fá sem mest út úr því. „Ég vildi fá að skoða þá leikmenn sem valdir voru til verkefnisins og að menn myndu fá að spila. Mér finnst aldur leikmanna ekki skipta neinu máli, bara að menn séu í standi og hafa þeir áhuga á því að spila með íslenska landsliðinu.“ Hann segir að enginn leikmaður hafi komið til hans og talað um að hann vilji hætta með landsliðinu. „Það eru allir klárir og við erum bara að undirbúa okkur fyrir umspilsleikina gegn Portúgal. Við höfum aðeins fimm daga til að undirbúa okkur, það er ekkert meira. Við þurfum því að nýta allan tíma saman mjög vel.“ Hér að ofan má sjá viðtalið við Geir. Íslenski handboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Það er sannarlega mikið verk að vinna fyrir nýráðinn landsliðsþjálfara í handbolta, Geir Sveinsson. Íslenska landsliðið var í æfingabúðum hér á landi í vikunni og heimsótti Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, liðið og ræddi við Geir Sveinsson, nýráðinn landsliðsþjálfara, á föstudaginn. „Við erum meira að einbeita okkur að varnarleik okkar þessa dagana,“ segir Geir. „Hugsanlega erum við að skoða ný afbrygði í varnarleik og hafa í pokanum eitthvað meira en aðeins 6-0 vörn. Síðan kemur sóknin í framhaldinu.“ Tvö töp gegn Norðmönnum á dögunum sýndu hvað liðið á langt í land. „Það var alveg ljóst fyrir þessa leiki að það yrði á brattann að sækja fyrir okkur, einfaldlega útfrá því í hvaða stöðu liðin voru. Við að hittast í fyrsta skipti með nýjan þjálfara og ekki einu sinni með okkar sterkustu leikmenn. Norðmenn voru búnir að æfa í heila viku og í miðjum undirbúningi fyrir forkeppni Ólympíuleikana. Staðan var strax ójöfn.“ Geir segir að liðið hafi farið í þetta verkefni til að fá sem mest út úr því. „Ég vildi fá að skoða þá leikmenn sem valdir voru til verkefnisins og að menn myndu fá að spila. Mér finnst aldur leikmanna ekki skipta neinu máli, bara að menn séu í standi og hafa þeir áhuga á því að spila með íslenska landsliðinu.“ Hann segir að enginn leikmaður hafi komið til hans og talað um að hann vilji hætta með landsliðinu. „Það eru allir klárir og við erum bara að undirbúa okkur fyrir umspilsleikina gegn Portúgal. Við höfum aðeins fimm daga til að undirbúa okkur, það er ekkert meira. Við þurfum því að nýta allan tíma saman mjög vel.“ Hér að ofan má sjá viðtalið við Geir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni