Fyrsti rafmagnsbíll Mercedes Benz frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 09:12 Nýr Mercedes-Benz B-Class Electric Drive rafbíll hefur verið kynntur til leiks en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem frumsýndur er hér á landi. Rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Með því að ýta á takka í mælaborðinu fer Range Plus búnaðurinn í gang og eykur drægni bílsins um allt að 30 km. Mercedes Benz B-Class er aflmikill bíll og snar í snúningum. Rafmótorinn skilar 179 hestöflum og togið er 340 Nm. Hröðunin úr 0-100 km er aðeins 7,9 sekúndur. Hleðslutími bílsins er 3 klukkustundir í heimahleðslustöð. B-Class rafbíllinn er vel búinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Bíllinn hefur síðustu daga verið til sýnis á CHARGE Energy Branding Conference ráðstefnunni í Hörpunni og er það vel við hæfi enda er þessi byltingarkenndi rafbíll frá Mercedes-Benz það sem framtíðin ber í skauti sér. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Nýr Mercedes-Benz B-Class Electric Drive rafbíll hefur verið kynntur til leiks en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem frumsýndur er hér á landi. Rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Með því að ýta á takka í mælaborðinu fer Range Plus búnaðurinn í gang og eykur drægni bílsins um allt að 30 km. Mercedes Benz B-Class er aflmikill bíll og snar í snúningum. Rafmótorinn skilar 179 hestöflum og togið er 340 Nm. Hröðunin úr 0-100 km er aðeins 7,9 sekúndur. Hleðslutími bílsins er 3 klukkustundir í heimahleðslustöð. B-Class rafbíllinn er vel búinn nýjasta aksturs- og öryggisbúnaði frá Mercedes-Benz. Bíllinn hefur síðustu daga verið til sýnis á CHARGE Energy Branding Conference ráðstefnunni í Hörpunni og er það vel við hæfi enda er þessi byltingarkenndi rafbíll frá Mercedes-Benz það sem framtíðin ber í skauti sér.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent