Stenson í stuði en Spieth í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:30 Henrik Stenson reynir að pútta í rigningunni í Skotlandi. vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur spilað allra manna best á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann fór annan hringinn á Royal Troon-vellinum á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Svíinn er í heildina á níu höggum undir pari eftir 68 högga hring í gær og er aðeins einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Phil Mickelson sem er efstur og verður eftir tvo hringi nema eitthvað ótrúlegt gerist. Stenson fékk fjóra fugla á þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöundu holu áður en hann fékk skolla á þeirri níundu og spilaði því fyrri níu á þremur höggum undir pari. Hann fékk svo þrjá fugla til viðbótar á seinni níu en engan skolla. Daninn Sören Kjeldsen spilaði aftur mjög stöðugt golf en eftir að fara hringinn á 67 höggum í gær spilaði hann á 68 höggum í dag eða þremur undir pari og er í heildina á sjö höggum undir pari eins og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Fjórir efstu menn heimslistans eru ekkert sérstaklega líklegir eins og staðan er núna. Ástralinn Jason Day er tveimur undir í dag og á pari í heildina eftir sex holur á öðrum hring og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er á tveimur undir í dag og tveimur undir í heildina. Norður-Írinn Rory McIlroy er á einum undir í dag eftir fimm holur og á þremur höggum undir pari í heildina en hann gæti færst nær toppnum áður en öðrum keppnisdegi lýkur. Bandaríska ungstirnið Jordan Spieth er aftur á móti í smá basli. Spieth spilaði á pari í gær og er þremur höggum yfir pari í dag eftir átta holur. Hann er búinn að fá tvo skolla, einn skramba og einn fugl á fyrstu átta holunum. Reiknað er með að þeir sem verði á tveimur höggum yfir pari sleppi í gegnum niðurskurðinn þannig Spieth þarf ekkert kraftaverk til að sleppa í gegn en hann verður aftur móti að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15 Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20 Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur spilað allra manna best á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann fór annan hringinn á Royal Troon-vellinum á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Svíinn er í heildina á níu höggum undir pari eftir 68 högga hring í gær og er aðeins einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Phil Mickelson sem er efstur og verður eftir tvo hringi nema eitthvað ótrúlegt gerist. Stenson fékk fjóra fugla á þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöundu holu áður en hann fékk skolla á þeirri níundu og spilaði því fyrri níu á þremur höggum undir pari. Hann fékk svo þrjá fugla til viðbótar á seinni níu en engan skolla. Daninn Sören Kjeldsen spilaði aftur mjög stöðugt golf en eftir að fara hringinn á 67 höggum í gær spilaði hann á 68 höggum í dag eða þremur undir pari og er í heildina á sjö höggum undir pari eins og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Fjórir efstu menn heimslistans eru ekkert sérstaklega líklegir eins og staðan er núna. Ástralinn Jason Day er tveimur undir í dag og á pari í heildina eftir sex holur á öðrum hring og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er á tveimur undir í dag og tveimur undir í heildina. Norður-Írinn Rory McIlroy er á einum undir í dag eftir fimm holur og á þremur höggum undir pari í heildina en hann gæti færst nær toppnum áður en öðrum keppnisdegi lýkur. Bandaríska ungstirnið Jordan Spieth er aftur á móti í smá basli. Spieth spilaði á pari í gær og er þremur höggum yfir pari í dag eftir átta holur. Hann er búinn að fá tvo skolla, einn skramba og einn fugl á fyrstu átta holunum. Reiknað er með að þeir sem verði á tveimur höggum yfir pari sleppi í gegnum niðurskurðinn þannig Spieth þarf ekkert kraftaverk til að sleppa í gegn en hann verður aftur móti að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15 Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20 Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15
Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41
Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52
Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30