Stenson í stuði en Spieth í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:30 Henrik Stenson reynir að pútta í rigningunni í Skotlandi. vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur spilað allra manna best á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann fór annan hringinn á Royal Troon-vellinum á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Svíinn er í heildina á níu höggum undir pari eftir 68 högga hring í gær og er aðeins einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Phil Mickelson sem er efstur og verður eftir tvo hringi nema eitthvað ótrúlegt gerist. Stenson fékk fjóra fugla á þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöundu holu áður en hann fékk skolla á þeirri níundu og spilaði því fyrri níu á þremur höggum undir pari. Hann fékk svo þrjá fugla til viðbótar á seinni níu en engan skolla. Daninn Sören Kjeldsen spilaði aftur mjög stöðugt golf en eftir að fara hringinn á 67 höggum í gær spilaði hann á 68 höggum í dag eða þremur undir pari og er í heildina á sjö höggum undir pari eins og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Fjórir efstu menn heimslistans eru ekkert sérstaklega líklegir eins og staðan er núna. Ástralinn Jason Day er tveimur undir í dag og á pari í heildina eftir sex holur á öðrum hring og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er á tveimur undir í dag og tveimur undir í heildina. Norður-Írinn Rory McIlroy er á einum undir í dag eftir fimm holur og á þremur höggum undir pari í heildina en hann gæti færst nær toppnum áður en öðrum keppnisdegi lýkur. Bandaríska ungstirnið Jordan Spieth er aftur á móti í smá basli. Spieth spilaði á pari í gær og er þremur höggum yfir pari í dag eftir átta holur. Hann er búinn að fá tvo skolla, einn skramba og einn fugl á fyrstu átta holunum. Reiknað er með að þeir sem verði á tveimur höggum yfir pari sleppi í gegnum niðurskurðinn þannig Spieth þarf ekkert kraftaverk til að sleppa í gegn en hann verður aftur móti að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15 Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20 Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur spilað allra manna best á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann fór annan hringinn á Royal Troon-vellinum á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Svíinn er í heildina á níu höggum undir pari eftir 68 högga hring í gær og er aðeins einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Phil Mickelson sem er efstur og verður eftir tvo hringi nema eitthvað ótrúlegt gerist. Stenson fékk fjóra fugla á þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöundu holu áður en hann fékk skolla á þeirri níundu og spilaði því fyrri níu á þremur höggum undir pari. Hann fékk svo þrjá fugla til viðbótar á seinni níu en engan skolla. Daninn Sören Kjeldsen spilaði aftur mjög stöðugt golf en eftir að fara hringinn á 67 höggum í gær spilaði hann á 68 höggum í dag eða þremur undir pari og er í heildina á sjö höggum undir pari eins og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Fjórir efstu menn heimslistans eru ekkert sérstaklega líklegir eins og staðan er núna. Ástralinn Jason Day er tveimur undir í dag og á pari í heildina eftir sex holur á öðrum hring og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er á tveimur undir í dag og tveimur undir í heildina. Norður-Írinn Rory McIlroy er á einum undir í dag eftir fimm holur og á þremur höggum undir pari í heildina en hann gæti færst nær toppnum áður en öðrum keppnisdegi lýkur. Bandaríska ungstirnið Jordan Spieth er aftur á móti í smá basli. Spieth spilaði á pari í gær og er þremur höggum yfir pari í dag eftir átta holur. Hann er búinn að fá tvo skolla, einn skramba og einn fugl á fyrstu átta holunum. Reiknað er með að þeir sem verði á tveimur höggum yfir pari sleppi í gegnum niðurskurðinn þannig Spieth þarf ekkert kraftaverk til að sleppa í gegn en hann verður aftur móti að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15 Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20 Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15
Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41
Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52
Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30