Öruggt og fjölbreytt framtíðarstarf Jóhanna Einarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 07:00 Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar til leikskólakennara og er nám þeirra nú fimm ár eins og nám annarra kennara. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti sem krefst leyfisbréfs sem veitt er af mennta- og menningarmálaráðherra.Sveigjanlegt nám Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á nokkrar leiðir til að stunda leikskólakennaranám. Í fyrsta lagi geta nemendur lokið fimm ára námi í leikskólakennarafræðum. Fyrstu nemendur í nýju fimm ára meistaranámi luku námi vorið 2014. Í öðru lagi geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í öðrum háskólagreinum bætt við sig tveimur árum á meistarastigi og fengið réttindi sem leikskólakennarar. Þessi leið hefur notið aukinna vinsælda. Síðastliðið haust innrituðust t.d. 30 manns með fjölbreytta grunnmenntun í meistaranám í leikskólafræðum. Í þriðja lagi er hægt að ljúka náminu í áföngum. Byrja t.d. á tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggja ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar.Fjölgun nemenda Á síðasta ári fjölgaði nemendum í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands verulega, enda bíður fólks að námi loknu fjölbreytt framtíðarstarf þar sem atvinnuleysi þekkist ekki. Nú vantar um 1300 leikskólakennara í landinu. Námið er fjölbreytt og sveigjanlegt og geta nemendur stundað námið í staðnámi en einnig í fjarnámi sem gefur kost á að sækja námið með vinnu og ráða námshraðanum. Jafnframt eiga nemendur af landsbyggðinni og fólk búsett erlendis auðveldara með að sækja námið. Í leikskólakennaranámi býðst stúdentum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á leikskólastiginu og á þann hátt hafa áhrif á viðhorf og stefnumótun í málefnum barna.Framtíðarstarfið – Viltu verða leikskólakennari? Árið 2014 var hleypt af stokkunum kynningarátaki um eflingu leikskólastigsins undir heitinu „Framtíðarstarfið“. Auk Háskóla Íslands standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga að átakinu sem hefur það að markmiði að fjölga vel menntuðum og hæfum leikskólakennurum. Á vefsíðu Framtíðarstarfsins (www.framtidarstarfid.is) er að finna ítarlegt fræðsluefni um leikskólakennarastarfið og er leitast við að sýna störf leikskólakennara í raunsæju ljósi með stuttum myndböndum og viðtölum við leikskólakennara og nemendur. Helstu skilaboð sem þar má finna eru þau að leikskólakennaranámið er fjölbreytt og sveigjanlegt og að námi loknu bjóðast fólki störf á sínu sérsviði. Leikskólakennarastarfið er áhugavert og gefandi og í störfum sínum hafa leikskólakennarar möguleika á að hafa áhrif á framtíð einstaklinga og mótun samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólastigið er fyrsta skólastigið. Þar fer fram nám sem leggur grunn að framtíð barna og námi á öðrum skólastigum. Reynsla barna í leikskóla getur haft varanleg áhrif á námsferil þeirra og lífsgæði. Það er því mikilvægt að til starfa í leikskólum veljist vel menntað og hæft fólk. Auknar kröfur eru nú gerðar til leikskólakennara og er nám þeirra nú fimm ár eins og nám annarra kennara. Leikskólakennari er lögverndað starfsheiti sem krefst leyfisbréfs sem veitt er af mennta- og menningarmálaráðherra.Sveigjanlegt nám Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er boðið upp á nokkrar leiðir til að stunda leikskólakennaranám. Í fyrsta lagi geta nemendur lokið fimm ára námi í leikskólakennarafræðum. Fyrstu nemendur í nýju fimm ára meistaranámi luku námi vorið 2014. Í öðru lagi geta þeir sem lokið hafa grunnnámi í öðrum háskólagreinum bætt við sig tveimur árum á meistarastigi og fengið réttindi sem leikskólakennarar. Þessi leið hefur notið aukinna vinsælda. Síðastliðið haust innrituðust t.d. 30 manns með fjölbreytta grunnmenntun í meistaranám í leikskólafræðum. Í þriðja lagi er hægt að ljúka náminu í áföngum. Byrja t.d. á tveggja ára diplómunámi eða þriggja ára B.Ed.-námi í leikskólafræði og byggja ofan á það nám þegar hverjum og einum hentar.Fjölgun nemenda Á síðasta ári fjölgaði nemendum í leikskólakennaranámi við Háskóla Íslands verulega, enda bíður fólks að námi loknu fjölbreytt framtíðarstarf þar sem atvinnuleysi þekkist ekki. Nú vantar um 1300 leikskólakennara í landinu. Námið er fjölbreytt og sveigjanlegt og geta nemendur stundað námið í staðnámi en einnig í fjarnámi sem gefur kost á að sækja námið með vinnu og ráða námshraðanum. Jafnframt eiga nemendur af landsbyggðinni og fólk búsett erlendis auðveldara með að sækja námið. Í leikskólakennaranámi býðst stúdentum tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á leikskólastiginu og á þann hátt hafa áhrif á viðhorf og stefnumótun í málefnum barna.Framtíðarstarfið – Viltu verða leikskólakennari? Árið 2014 var hleypt af stokkunum kynningarátaki um eflingu leikskólastigsins undir heitinu „Framtíðarstarfið“. Auk Háskóla Íslands standa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga að átakinu sem hefur það að markmiði að fjölga vel menntuðum og hæfum leikskólakennurum. Á vefsíðu Framtíðarstarfsins (www.framtidarstarfid.is) er að finna ítarlegt fræðsluefni um leikskólakennarastarfið og er leitast við að sýna störf leikskólakennara í raunsæju ljósi með stuttum myndböndum og viðtölum við leikskólakennara og nemendur. Helstu skilaboð sem þar má finna eru þau að leikskólakennaranámið er fjölbreytt og sveigjanlegt og að námi loknu bjóðast fólki störf á sínu sérsviði. Leikskólakennarastarfið er áhugavert og gefandi og í störfum sínum hafa leikskólakennarar möguleika á að hafa áhrif á framtíð einstaklinga og mótun samfélagsins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun