Algengustu mistökin í krísum Andrés Jónsson skrifar 13. apríl 2016 08:00 Krísustjórnun hefur verið á allra vörum síðustu daga vegna þeirra atburða sem orðið hafa í stjórnmálunum og bað Fréttablaðið mig því um að setja örfá orð á blað um hvað beri helst að hafa í huga þegar krísur verða. Algeng fyrstu viðbrögð fólks sem lendir í miðpunkti orðsporskrísu er afneitun. Afneitunin getur oft verið í formi aðgerðaleysis. Fólk forðast að horfast í augu við veruleikann og vonar að vandinn hverfi með því að hugsa ekki um hann. Með þessu tapast dýrmætur tími sem hefði mátt nýta til að lágmarka skaðann. Einnig er mjög algengt að fólk bregðist við með því að skjóta sendiboðann. Þá eru fjölmiðlar eða aðrir málsaðilar sagðir stjórnast af annarlegum hvötum. Leitað er staðfestingar á þessu viðhorfi hjá skyldmennum og samstarfsmönnum sem eiga gjarnan sjálfir erfitt með að sjá hlutina skýrt. Þá er yfirleitt nánast ómögulegt fyrir þann sem lendir í krísu að horfa á málin frá annarri hlið en sínum eigin þrönga sjónarhóli. Hann veit að hann á að biðjast velvirðingar en eigin reiði verður honum fjötur um fót. Hálfkveðnar vísur og undanbrögð hafa síðan snúið margri afsökunarbeiðninni upp í andhverfu sína. Mjög mikilvægt í krísum er að skapa traust með því að grípa strax til aðgerða sem ganga helst lengra en það sem lögfræðingar þínir ráðleggja. Ná þannig stjórn á atburðarásinni og hindra að fram komi sífellt nýir angar sem krefjast nýrra viðbragða. Ein algengasta réttlætingin fyrir aðgerðaleysi eða gegn því að gangast við ábyrgð er að fólk verði búið að gleyma málinu von bráðar. Þetta er alrangt. Það getur verið að almenningur gleymi smáatriðum máls en orðsporshnekkirinn er samt áfram til staðar. Gott orðspor er inneign sem hægt er að nýta þegar syrtir í álinn. Slæmt orðspor þrengir á móti rými okkar til æðis og athafna. Margir háttsettir hafa þurft að taka poka sinn vegna mála sem hefði verið hægt að laga með réttum viðbrögðum. Við gleymum þessu fólki kannski, en eins og allir þeir sem staðið hafa í miðjum fjölmiðlastormi geta vitnað um, þá lifir sú minning með þeim eins og ör á sálinni ævilangt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Krísustjórnun hefur verið á allra vörum síðustu daga vegna þeirra atburða sem orðið hafa í stjórnmálunum og bað Fréttablaðið mig því um að setja örfá orð á blað um hvað beri helst að hafa í huga þegar krísur verða. Algeng fyrstu viðbrögð fólks sem lendir í miðpunkti orðsporskrísu er afneitun. Afneitunin getur oft verið í formi aðgerðaleysis. Fólk forðast að horfast í augu við veruleikann og vonar að vandinn hverfi með því að hugsa ekki um hann. Með þessu tapast dýrmætur tími sem hefði mátt nýta til að lágmarka skaðann. Einnig er mjög algengt að fólk bregðist við með því að skjóta sendiboðann. Þá eru fjölmiðlar eða aðrir málsaðilar sagðir stjórnast af annarlegum hvötum. Leitað er staðfestingar á þessu viðhorfi hjá skyldmennum og samstarfsmönnum sem eiga gjarnan sjálfir erfitt með að sjá hlutina skýrt. Þá er yfirleitt nánast ómögulegt fyrir þann sem lendir í krísu að horfa á málin frá annarri hlið en sínum eigin þrönga sjónarhóli. Hann veit að hann á að biðjast velvirðingar en eigin reiði verður honum fjötur um fót. Hálfkveðnar vísur og undanbrögð hafa síðan snúið margri afsökunarbeiðninni upp í andhverfu sína. Mjög mikilvægt í krísum er að skapa traust með því að grípa strax til aðgerða sem ganga helst lengra en það sem lögfræðingar þínir ráðleggja. Ná þannig stjórn á atburðarásinni og hindra að fram komi sífellt nýir angar sem krefjast nýrra viðbragða. Ein algengasta réttlætingin fyrir aðgerðaleysi eða gegn því að gangast við ábyrgð er að fólk verði búið að gleyma málinu von bráðar. Þetta er alrangt. Það getur verið að almenningur gleymi smáatriðum máls en orðsporshnekkirinn er samt áfram til staðar. Gott orðspor er inneign sem hægt er að nýta þegar syrtir í álinn. Slæmt orðspor þrengir á móti rými okkar til æðis og athafna. Margir háttsettir hafa þurft að taka poka sinn vegna mála sem hefði verið hægt að laga með réttum viðbrögðum. Við gleymum þessu fólki kannski, en eins og allir þeir sem staðið hafa í miðjum fjölmiðlastormi geta vitnað um, þá lifir sú minning með þeim eins og ör á sálinni ævilangt.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar