Óvenjuleg auglýsingaherferð “The Grand Tour” Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2016 15:01 Illa komið fyrir Prius í New York, en allt gert í auglýsingaskyni fyrir "The Grand Tour". Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í sýningu fyrsta þáttar “The Grand Tour” bílaþátta þeirra Clarksons, Hammond og May, blasa við harla óvenjulegir gjörningar víða um borgir heimsins sem hafa það hlutverk að vekja athygli á þáttunum. Komið hefur verið fyrir þónokkrum Toyota Prius bílum, klesstum á vegastólpa eða niðurgröfnum ofan í gangstéttir, til dæmis í borgunum New York, London og München. Jeremy Clarkson hefur útskýrt af hverju svo er komið fyrir öllum þessum Prius bílum og hvaða tilgang það hefur. Hann vill meina að þar sem enginn augljós tilgangur sé fyrir fólk að kaupa Prius, sérlega ekki í umhverfisverndarskyni, sé þetta það eina sem bíllinn sé gagnlegur fyrir. Því hafi þeir annaðhvort klesst þá á vegastólpa eða komið þeim fyrir niðurgröfnum í gangstéttir, sem auglýsingar fyrir þættina. Harla óvenjulegar auglýsingar og býsna frumlegar.Svona fór fyrir Prius bílnum í London.Prius í München.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent