Volkswagen söluhærra en Toyota á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 12:56 Volkswagen Passat. Volkswagen Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent
Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent