Gleym mér ei Haraldur Einarsson skrifar 2. apríl 2016 14:00 Ýmislegt gengur nú á í íslenskri pólitík. Vantrausttillögur eru ræddar og daðrað er við þá furðulegu alhæfingu að pólitíkusar hljóti nú hreinlega að vera spilltir fram í fingurgóma fyrst þeir tengjast erlendum félögum. Þá er kosið að líta framhjá staðreyndum á borð við að félag hafi aldrei verið starfandi eða að allir skattar hafi verið greiddir og allt bókhald sé á hreinu, merkilegt nokk. Umræða um einstaka persónuleg málefni ráðherra og annarra stjórnmálamanna hefur það í för með sér að þau góðu mál sem náð hafa í gegn á þessu kjörtímabili vilja stundum hverfa í mýrinni. Það er miður, því gríðarlegt efnahagslegt og samfélagslegt afrek hefur verið unnið síðustu þrjú ár.Bættur hagur heimilanna og ríkissjóðsFyrir kosningarnar 2013 lofaði Framsókn því að leiðrétta stökkbreyttar verðtryggðar húnæðisskuldir heimilanna, ekkert réttlætti það að lánþegar sætu einir uppi með afleiðingar af völdum efnahagshrunsins. Strax um sumarið 2013 var lagt af stað í undirbúning þeirrar vinnu og skilaði það sér til neytenda um áramótin 2014-2015. Leiðréttingin var fjármögnuð með svokölluðum bankaskatti, sem lagður var á þrotabú gömlu bankanna. Á sama tíma var auðveldað fólki að festa kaup á fasteign með séreignarlífeyris-sparnaðarleiðinni, að hægt væri að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls. Einnig býðst fólki að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa og njóta samsvarandi skattafsláttar, en það getur meðal annars nýst fjölskyldum í leiguhúsnæði. Þetta var eitt af stærstu málum okkar og var þarna unninn mikill sigur fyrir íslenskan almenning. Annað stærra mál var afnám fjármagnshafta. Þar var 1.200 milljarða króna vandi leystur án þess að stefna hagsmunum þjóðarinnar í hættu, með því að koma í veg fyrir að slík upphæð myndi hellast inná gjaldeyrismarkaðinn. Þannig var slitabúum bankanna gert að greiða stöðugleikaframlag sem nemur um 500 milljörðum króna og mun renna í ríkissjóð. Auk þess verður hinn svokallaði aflandskrónuvandi leystur með uppboði á gjaldeyri. Vinna við undirbúning þess hefur dregist nokkuð en áætlunin er óbreytt hvað þetta varðar og undirbúningur er í gangi í Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu. Þessi vinna mun lyfta gríðarþungm bagga af herðum þjóðarinnar.Áþreifanlegur árangurTil marks um þann árangur sem náðst hefur síðastliðin ár að kaupmáttur á Íslandi hefur aldrei nokkurn tímann mælst meiri en hann er í dag, atvinnuleysi mælist í 3,6% og er það Evrópumet, þeim fækkar sem þurfa fjárhagsaðstoð, tekjujöfnuður er meiri en nokkurn tímann frá því mælingar hófust og hamingja og jákvæðni Íslendinga eykst með hverju árinu, eftir mikla dýfu í kjölfar efnahagshrunsins. Við höfum einnig skapað okkur stóran sess í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og atvinnulífið hefur tekið hressilega við sér með auknum fjárfestingum og umsvifum. Gagnrýni á vissulega alltaf rétt á sér, svo lengi sem hún er málefnaleg. Við megum hins vegar ekki afskrifa allt og gleyma því sem vel hefur verið gert þegar önnur umdeild mál -persónuleg mál- eru til umræðu í samfélaginu, því góðu málin eru nefninlega ansi mörg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ýmislegt gengur nú á í íslenskri pólitík. Vantrausttillögur eru ræddar og daðrað er við þá furðulegu alhæfingu að pólitíkusar hljóti nú hreinlega að vera spilltir fram í fingurgóma fyrst þeir tengjast erlendum félögum. Þá er kosið að líta framhjá staðreyndum á borð við að félag hafi aldrei verið starfandi eða að allir skattar hafi verið greiddir og allt bókhald sé á hreinu, merkilegt nokk. Umræða um einstaka persónuleg málefni ráðherra og annarra stjórnmálamanna hefur það í för með sér að þau góðu mál sem náð hafa í gegn á þessu kjörtímabili vilja stundum hverfa í mýrinni. Það er miður, því gríðarlegt efnahagslegt og samfélagslegt afrek hefur verið unnið síðustu þrjú ár.Bættur hagur heimilanna og ríkissjóðsFyrir kosningarnar 2013 lofaði Framsókn því að leiðrétta stökkbreyttar verðtryggðar húnæðisskuldir heimilanna, ekkert réttlætti það að lánþegar sætu einir uppi með afleiðingar af völdum efnahagshrunsins. Strax um sumarið 2013 var lagt af stað í undirbúning þeirrar vinnu og skilaði það sér til neytenda um áramótin 2014-2015. Leiðréttingin var fjármögnuð með svokölluðum bankaskatti, sem lagður var á þrotabú gömlu bankanna. Á sama tíma var auðveldað fólki að festa kaup á fasteign með séreignarlífeyris-sparnaðarleiðinni, að hægt væri að ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar höfuðstóls. Einnig býðst fólki að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa og njóta samsvarandi skattafsláttar, en það getur meðal annars nýst fjölskyldum í leiguhúsnæði. Þetta var eitt af stærstu málum okkar og var þarna unninn mikill sigur fyrir íslenskan almenning. Annað stærra mál var afnám fjármagnshafta. Þar var 1.200 milljarða króna vandi leystur án þess að stefna hagsmunum þjóðarinnar í hættu, með því að koma í veg fyrir að slík upphæð myndi hellast inná gjaldeyrismarkaðinn. Þannig var slitabúum bankanna gert að greiða stöðugleikaframlag sem nemur um 500 milljörðum króna og mun renna í ríkissjóð. Auk þess verður hinn svokallaði aflandskrónuvandi leystur með uppboði á gjaldeyri. Vinna við undirbúning þess hefur dregist nokkuð en áætlunin er óbreytt hvað þetta varðar og undirbúningur er í gangi í Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu. Þessi vinna mun lyfta gríðarþungm bagga af herðum þjóðarinnar.Áþreifanlegur árangurTil marks um þann árangur sem náðst hefur síðastliðin ár að kaupmáttur á Íslandi hefur aldrei nokkurn tímann mælst meiri en hann er í dag, atvinnuleysi mælist í 3,6% og er það Evrópumet, þeim fækkar sem þurfa fjárhagsaðstoð, tekjujöfnuður er meiri en nokkurn tímann frá því mælingar hófust og hamingja og jákvæðni Íslendinga eykst með hverju árinu, eftir mikla dýfu í kjölfar efnahagshrunsins. Við höfum einnig skapað okkur stóran sess í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og atvinnulífið hefur tekið hressilega við sér með auknum fjárfestingum og umsvifum. Gagnrýni á vissulega alltaf rétt á sér, svo lengi sem hún er málefnaleg. Við megum hins vegar ekki afskrifa allt og gleyma því sem vel hefur verið gert þegar önnur umdeild mál -persónuleg mál- eru til umræðu í samfélaginu, því góðu málin eru nefninlega ansi mörg.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar